Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1931, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.01.1931, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 9 mentholi. Spiritus odoratus. Spiritus sulfuratus cum glycerino. Tinctura myrrhae composita. Mörg verÖa þau líka, dermatologisku receptin, sem fá sörnu útreiÖina. Skulu hér aðeins nefnd fá ein. Eru l)au tekin upj) úr Scháffers Therapie der Haut und venerischen Krankheiten. I. Acid. salicylie, resorcin aa 3, menthol 2, ol. ricini 1,5, supercarb. am- mon. 2, spiritus 80% ad 200. II. Tinct. quillaiae 5, spirit. lavandal. aq. dest. aa 43, glycerin. 2. III. Sulfur. hydrargyr. rubr. 1, sulfur præcip. 10, oxyd. zinc. talc. aa 15, glycerin, spirit rectif (50%) aa ad 100. IV. Tinct. jodi 10, spirit rectif. (60%) 30. V. Acid. salicyl 2, spirit rectific (60%) ad 200. Þrjár vitlausar diagnósur, Eftir Vilmund Jónsson. MikiÖ öfunda eg þá lækna, sem aldrei á langri æfi hefir skjátlast aÖ greina rétt sjúkdóm, og ekki aö ástæðulausu, því að eftir nærri 15 ára læknisstörf, er mér ekkert minnisstæðara en yfirsjónir mínar í þeim efnum. Eg hefi raunar haft lítils háttar huggun af að minnast þess, að ágætur mað- ur, Armauer Hansen, holdsveikralæknirinn norski, segir frá því í æfisögu sinni, að hann var eitt sinn samferða gömlum stéttarbróður sínum, sem fræddi hann á því, að hann hefði aldrei þurft að efast um sjúkdómsgrein- ingar sínar, og þá sagði Hansen eða hugsaði: Þú hlýtur að vera slæmur læknir. — En annars friða eg samviskuna með þeim algenga mannlega veik- leika, að telja sjálfum mér trú um, að margar yfirsjónirnar séu þó af- sakanlegar. Frá þremur slíkum segi eg hér á eftir, með því að eg ætla, að þær séu ekki með öllu lausar við að vera lærdómsríkar. Svo sem til inngangs sögunum, skal eg geta þess, að eg mun vera fædd- ur undir einhverju sérstöku taugaveikismerki. A námsárum mínum lá eg tvisvar í taugaveiki, þó að eg virðist vera ónæmur fyrir öllum öðrum venju- legum farsóttum. Hið síðara sinnið var eg í Háskólanum. Til prófs fékk eg að skoða tauga- veikissjúkling í afturbata, sem raunar var jafnframt brjóstveikur. Var mér því taugaveiki sérstaklega minnisstæð þegar eg l)yrjaöi læknisstörf, en það var í Þistilf jarðarhéraði. Þar lét eg mér líka detta í hug taugaveiki á afskektu koti í miðri Langanesheiði, þó að engin taugaveiki hefði verið þar í sveitinni, að eg held árum saman, og engin skýring fengist á því, að hún hefði getað borist þangað. Og raunar reyndist þetta taugaveiki. Fyrstu sjúklingar mínir, er eg kom hingað á ísafjörð, voru taugaveikissjúklingar. Er eg síðan hafði verið á farsóttadeild erlendis og lært þar af sérstökum áhuga allar venjulegar rannsóknaraðferðir við greiningu taugaveiki, hugð- ist eg vera vel út búinn til að láta hana ekki leika á mig. Enda hefi eg fengið nóg af taugaveiki til að spreyta mig á hér á ísafirði síðan, eins og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.