Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1931, Qupperneq 16

Læknablaðið - 01.01.1931, Qupperneq 16
10 LÆKNABLAÐIÐ kunnugt er. En af þeim viðskiftum man eg best það, sem sögurnar greina, er hér fara á eftir: I. Ráðskonan á sjúkrahúsinu hjá mér fær hita með höfuðverk, sérstak- lega í hálfu höfðinu. Eftir nokkra daga bólgnar greinilega á henni önnur kinnin, og við nánari athugun er ekki um a'ð villast, að hún hefir sinusitis maxillaris. Eg sýg út gröft, er ánægður yfir að vitá hvað gengur að kon- unni, stunda hana þar eftir, og hefi náttúrlega enga sérstaka varasemi við- víkjandi smithættu. Eftir svo sem hálfan mánuð er allur gröftur horfinn úi sinus og þar með öll bólgueinkenni, en konan hefir sifeldan hita og þyngir heldur i stað þess að batna. Enda haíði hún taugaveiki. II. Unglingspiltur legst með hitavellu. Bróðir hans á heimilinu hafði haft greinilega lungnaberkla. Og a. m. k. eitt systkina hans conjunctivitis eczematosa. Pilturinn kvartaði um ekkert, nema helst stirðleika i liða- mótum, og engin sérstök sjúkdómseinkenni komu í ljós. Eg hafði stáðfast- an grun um, hverskonar hiti þetta mundi vera, en þóttist með öllu viss eftir nokkra daga, er hann steyptist út á fótleggjunum með vafalaust erythema nodosum. Óátalið af mér, lá sjúklingurinn innan um fjölda fólks í þröng- um húsakynnum. Nú liður og bíður, eg man ekki hvað lengi, útbrotin hverfa en hitinn heldur áfram og sjúklingurinn verður veikari og veikari. Hann hafði taugaveiki. III. Telpa um eða innan við io ára aldur. Faðirinn gamall tæringar- sjúklingur, þá kominn á Vífilsstaði. Hún sjálf og systir hennar höf'Su legið áður með langvarandi hita •—- kirtlahita. Einn dag er komið með telpuna til mín, hallandi undir flatt, með stífan hálsinn og höndina nudir vangan- um, emjandi, ef reynt er að hreyfa hana í hálsliðunum. Og svona hefir hun verið í 2 daga eða svo, nema heldur farið versnandi. Eg var ekki lengi að sjá, hvað þetta mundi vera, skipaði að láta hana leggjast í rúmið, og ætlaði á næstunni aS búa til handa henni gibsbeð. Það dróst þó í nokkra daga, og mér til mikillar undrunar batnaði henni stirðleikinn í hálsinum með hverjum deginum sem leið, og varð hún skjótt albata að því leyti. En hitinn, sem var lágur fyrst, hækkaði eftir því sem hálsinn liðkaðist, enda var þetta taugaveiki. Rétt er að láta þess getið, að enginn þessara sjúklinga smitaði frá sér, og var það slembilukka og mér að þakkalausu. En lærdómurinn af sögunum er sá, aS sjúklingar geta haft fleiri en einn sjúkdóm í einu, og þeir, sem á annað borð láta sér skjátlast, geta auðveld- lega ,,skandaliserað“ á því. Berklarannsókn í Berufjarðarhéraði. í sumar sem leið hefir héraðsl. Árni Árnason gert Pirquetspróf á öllum héraðsbúum sínum, sem til náð- ist. Var honum veittur dálitill styrkur af Sáttmálasjóði til þessa. Berufjarðarhérað er afskekt, en í sumuin sveitum þess hefir berklav. geisað. Verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan hefir orðið af rannsókn- um þessum, og ekki síður hvaða ráð Á. Á. finnur til þess að bæta ástandið. Allir læknar munu kunna Árna þökk fyrir dugnaðinn og áhugann, þó ekki hafi hann orðið honum meðmæli hjá heilbrigðisstjórninni.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.