Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ ii t Hendrik Stefán Erlendsson, héraðslæknir. var fæddur 27. febr. 1879 hér í Reykjavík, sonur Erlends gullsmiÖs Magnús- sonar, sem alþektur var á sinni tíS. Stúdent varÖ hann 1899 og útskrifaðist af læknaskólanum 1910 um vorið. Hendrik var ágætur námsmaður og sérstaklega tungumálamaður með af- brigðum. Sagði einhver fyndinn maður um hann, að ef hann kynni 100 orð i einhverju máli, þá gæti hann talað það. Það er ekki vafi á þvi, að þótt Hendrik siðar reyndist liðtækur lækn- ir, þá var hann einn af þeim mönn- um, sem lenda á rangri hillu í lifinu. Hann hafði vafalaust góða kennara- hæfileika og hugur hans var allur i tungumálum, enda byrjaði hann fyrst á því námi við Hafnarháskóla, en Hafnarlifið hefir reynst mörgum við- sjált, og Hendrik enginn skapfestu- maður, svo að hann hætti von bráðar því námi, kom hingað heim aftur og settist í læknaskólann. Hendrik var gleðimaður mikill, söngvinn og hafði góða rödd, þó ekki væri mikil, og söng oft opinberlega hér í Reykjavík á þeim árum og hrókur var hann alls fagnaðar í stú- dentalífi bæjarins og annarsstaðar þar sem hann kom. Á þessum árum lærði hann frakkneska tungu til fulln- ustu og unni henni mest allra tungu- mála, þótt hann einnig talaði nokkuð bæði ensku og þýsku. Var því ekki að undra, þó að námið vildi sækjast seint. En árið 1908 gerðist hann alger bindindismaður og lauk námi á næstu 2 árum. Bindindið hélt hann til dauðadags. Eftir siglingu á fæðingarstofnun og veru á spítölum í Höfn veturinn 1910—11, sem hann notfærði sér ágætlega, var m. a. kandidat á Sct. Elisa- beth’s Hospital og kir. deild Kommunespítalans, hvarf hann heim aftur vorið 1911 og fékk þá þegar Homafjarðarhérað, sem hann þjónaði alla tið síðan. Arið 1911 gekk hann að eiga Súsönnu Friðriksdóttur, sem lifir mann sinn ásamt 8 börnum þeirra, en 2 dætur hafði Hendrik eignast áður. Sumarið 1929 varð Hendrik fyrir slysi á ferðalagi, og þótt ekki væri í verunni mikið, þá drógu afleiðingar þess hann til dauða. Kom hann þá um haustið hingað suður til lækninga og fór aftur til héraðs sins vorið 1930 sæmilega hraustur, en mein tók sig upp í meiöslinu, svo að hann varð aftur að flytjast hingað á síðastliðnu hausti, og dó hér í sjúkrahúsinu í Landakoti 27. des. f. á. M. J. M.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.