Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1931, Side 24

Læknablaðið - 01.01.1931, Side 24
i8 LÆKNABLAÐIÐ og eilífÖ. Sjúkdómurinn hefir því ekki aðeins medicinska, heldur einnig mikla sociala þýðingu. Höfundurinn getur breytinga þeirra, sem meðferðin hefir tekið á liðn- um árum. Á undan antiseptikinni var naumast að tala um operativar að- gerðir. — Stórstígar framfarir í handlæknisfræðinni gerðu læknana djarf- ari, syo að á seinustu tugum [9. aldar vildu margir aðhyllast eingöngu ojierativa meðferð. En árangurinn varð ekki góður, og smám saman varð niðurstaðan sú, að operera chroniska sjúklinga undir vissum kringum- stæðum, en hreyfa ckki við þeim acutu. Höfundurinn telur, að verkir þeir, sem eru eitt aðaleinkenni sjúkdóms- ins, hyrji að jafnaði (ca. 75%) í sambandi við menstruation. I 70% álít- ur hann að bólgan orsakist af gonococcus. Venjulegast er sjúkdómurinn alvarlegri hjá konum milli 40 og 50 ára aldurs, heldur en hjá yngri sjúk- lingum og multiparae sýkjast að jafnaði þyngra en nulliparae. Þegar recidiv kemur, byrja verkir líka að jafnaði með menstruation. Bakteriologiskar og histologiskar rannsóknir um þetta efni benda á að recidivin séu oftast reinfectionir. Af sjúklingum (1452) dóu 1,5%. Við konservativa meðferð dóu 0,2%. Causa mortis var oftast jæritonitis diffusa. Ef kona með acuta adnexabólgu verður gravid, er prognosis alvarleg og endirinn venjulega abortus. Af þeim, sem fengu konservativa meðferð, voru 80% verkjalausar og vinnufærar 1 mánuði eftir að þær yfirgáfu sjúkrahúsið, 14% höfðu feng- ið nokkurn bata, en hjá 6% var ástandið ól)reytt. Meðferðin tók að jafn- aði 7 vikur. Við rannsókn á 1047 sjúklingum síðar meir, kom í ljós, að 83% voru vinnufærar. Þó höfðu aðeins 72,5% verið vinnufærar allan tímann, eftir að þær yfirgáfu sjúkrahúsið. Af sjúklingum með gonorrhoiska adnexahólgu voru 82,8% vinnufærar, en 77,8% við puerperal bólgur. Recidiv var langalgengast, ef orsök til sjúkdómsins var gonorrhoe (25,5%). Graviditet kom miklu oftar fyrir eftir jiuerjæral en gonorrhoiskar hólgur. Af sjúklingum með acuta adnexabólgu, urðu 88% vinnufærir, af þeim chronisku 76%, en meðal þeirra ,sem fengið höfðu mörg köst áður, að- eins 73%. Orsökin til þess, að árangurinn var svo slæmur, var recidiv, pelveoperi- tonitis chronica og retrodeviatio. 3% af þeim, sem fengu konservativa meðferð, voru seinna opereraðir vegna verkja, en 4% vegna recidiv. Þegar þar við bætast þeir sjúkling- ar, sem skornir voru upp í byrjun, lætur nærri að 10% sjúklinganna þurfi handlæknisaðgerðar við. Af sjúklingum með recidiv reyndust aðeins 50% vinnufærir síðar meir. Væru köstin fleiri en 3, voru aðeins 20% vinnufærir. 81% af recidivum kom 3 fyrstu árin, og 98% áður en 5 ár voru liðin. Þarf því 5 ára observation, til þess að vita með vissu, hvernig sjúk- lingum reiðir af. Af þeim, sem fengu konservativa meðferð, urðu þá 84 —85% vinnufærir, og 50% fengu fullkominn bata. 5% fengu aðeins starfs- þol að nokkru leyti og 1% voru óvinnufærir. 9—10% komust fyr eða siðar undir hnífinn, annaðhvort vegna verkja eða recidiva. 23% fær recidiv.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.