Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Síða 26

Læknablaðið - 01.01.1931, Síða 26
20 LÆKNABLAÐIÐ lækni, a'ð framkvæma algengustu ]>vag-, bló'Ö- og hráka-rannsóknir, og jafn- vel röntgen-gegnumlýsingu á brjóstkassa. Aftur á móti væri ómögulegt fyrir praktiserandi læknir, a8 framkvæma W. Reaktion bakterolog-culturel rann- sóknir, flóknari reg.sko'ðanir, elektrocardiografi o. s. frv. Hver þessara að- ferða um sig, tekur tíma og þekkingu eins manns. Læknirinn ver'ður því, að svo miklu leyti, sem hann þarf á þessu að halda, a'Ö láta sér nægja upplýsingar um niðurstöður annara. En rannsóknarstofan eða röntgenlæknirinn framkvæmir aðeins fyrirskip- aðar rannsóknir. Praktiserandi læknirinn fyrirskipar ])ær og metur ni'Öur- stö'Öur Jjeirra diagnostiskt. Hann verður því að vera mjög vel að sér um það, hverja diagnostiska þýðingu niðurstöður sérrannsóknanna geta haft, honum verður að vera Ijóst, hvort og að hve miklu leyti þessi eða hin sérrannsókn styðji nokkuð frekar við sjúkdómsgreininguna. — Á þessu vill oft verða nokkur misbrestur. Einstaka sjúkdómar eru þannig, að greina má þá á einu einasta ein- kennni, sem aðeins kemur fyrir við þá. Finnist t. d. malariaplasmodiur í blóði, þá er víst, að sjúklingurinn hefir malaria. Slík einkenni sanna, að um þenna sjúkdóm sé að ræða; þau eru pathognomonisk fyrir hann. Sum önnur einkenni hafa ekki svona mikið sönnunargildi, fyrir þá sök, að stundum má finna ])au einnig við aðra sjúkdóma, þó að sjaldan sé. Slík einkenni gera þó diagnosis sennilcga. Ef t. d. blóðsykurrannsókn hjá fastandi manni sýnir 0,14% sykur, þá er sennilegt, að sjúklingurinn hafi diabetes, sennilegt, en ekki ábyggilegt, því að 0,14% blóðsykur má ein- staka sinnum finna hjá sjúkl., sem ekki hafa diabetes, t. d. við Mb. Basedowi. Þó að einkenni, er maður finnur, sanni ótvírætt, eða geri sennilegt, að um þennan eða hinn sjúkd. sé að ræða, þá má ei þar með álykta, að sjúk- dómurinn sé útilokaður, ef maður ekki finnur þetta einkenni. Positiv W. R. er t. d. sönnun þess, að sjúklingur hafi lues; negativ W. R. sannar ekki að hann hafi ekki lues. Sum einkenni geta verið rneir eða minna konstant við einhvern sjúk- dóm, en komið einnig fyrir við ýmsa aðra sjúkdóma. Slík einkenni ein út af fyrir sig, eru ekki, eða tæplega, nothæf til greiningar sjúkdóms. Ef auk þeirra eru önnur einkenni hjá sjúklingnum, geta þau þó stutt diagnosis. Einni maður einkenni upp á aorta-sjúkdóm, gerir positiv W. R. diagnosis „aortit luetica" sennilega. Út af fyrir sig er positiv W. R. alls ekki nein sönnun fyrir aortitis luetica, en hún verður það, er tekið er einnig tillit til hinna einkennanna. Það styður oft diagnosis, er ákveðin einkenni vantar. Ef sjúklingur með ödem hefir í þvagi mikið albumen og cylindra, en jafnframt ekki aukinn blóðþrýsting, þá styður það, að blóðþrýstingurinn ekki er aukinn, diagnos- una nephrosis. Loks eru einkenni, eða niðurstöður rannsókna, sem aldrei koma fyrir við suma sjúkdóma, eða eru ósamrímanleg þeim. Þannig má t. d. með vissu útiloka lungnatæringu, ef röntgenmynd af lungum ekki sýnir neitt óeðlilegt. Endocarditis lenta er útilokuð, ef blóðsökk er normalt. Sömuleiðis glomerulo nephritis ef hlóðþrýstingurinn er normal og hjartastarfsemin góð o. s. frv. Ef venja er, að finna pathologiskar breytingar svo að segja altaf við einhvern sjúkdóm, þá gerir normal niðurstaða diagnosis ósennilega. T. d.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.