Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 28
22 LÆKNABLAÐIÐ Sk. V. Gudjonsson (u. G. Oppenlieim): Untersuchungen iiber den A-Vitamingehalt in Melanosarkomcn von Pferden. Zeitschr. f. Krebsforschung. Bd. 33. Heft 12. Menn vita varla neitt um vitamin-innihald í tumor-holdi. Þekking um þetta þó nauÖsynleg, í sambandi viS rannsóknir um æhologi meinanna. Höf. valdi melanosarcoma til rannsóknar, vegna sambands þess, er virðist vera milli lífrænna litarefna og vitamina. Gerð var venjuleg fóðrunartilraun á rottum. Þesar skepnur voru fóðraðar þannig, að þær fengu xeroftalmia og önnur einkenni til A-vitaminosis. Bitar af tumor-holdinu gátu ekki bætt þetta ástand, og mátti af því draga þá ályktun, að tumorinn hefði ekki í sér nein A-vitamin, eða a. m. k. ekki svo mikið, að neinu næmi. G. Cl. Smágreinar og athugasemdir. „Góðu börnin gera það“ —. Eftir því sem „Tímanum“ segist frá 7. febr. þ. á., var eftirfarandi til- laga samþykt á þingmálafundi í Borgarnesi þ. 30. jan. þ. á.: ,,----Fund- urinn telur heppilega stefnu heilbrigðismálaráðherrans í læknaveitingamál- inu, að veita engu síður ungum, efnilegum læknum emliættin, og taka tillit til vilja fólksins, sem læknanna á að njóta. „Fundurinn skorar á Alþingi að leiða í lög, að óski % hlutar kosninga- bærra ibúa læknishéraðs einhvers sérstaks umsækjanda, þá skuli þeim lækni veitt héraðið. „Loks lætur fundurinn í ljósi megna óánægju sína yfir aðförum Lækna- félagsins í læknaveitingamálinu og framkomu ýmsra forsprakka þess gagn- vart dómsmálaráðherra síðastl. vetur.“ I sama „Tímablaði" er þess getið, að Sigvaldi Kaldalóns sé hvers manns hugljúfi í Grindavik, og að Grindvíkingar hafi bygt handa honum vand- aðan bústað, með almennum framlögum. Þó að þetta standi í „Tímanum", efast víst enginn um, að Sigvaldi Kalda- lóns sé hugljúfi hvers manns. Sá höfðingsskapur, að bygga handa honum hústað, sýnir ljóst, að Grindvikingar kunna að meta tónskáldið. Hinu hafa þeir gleymt, — og væntanlega dómsmálaráðherrann líka, -—- að með lögum frá 1907, er ákveðið, að héraðslæknirinn i Keflavikurhéraði skuli búa i Keflavík. Nv rannsókna- og vísindaöld. Þó íslenskir læknar hafi oftast nær unnið læknisverk sin samviskusam- lega, er sjúkir leituðu þeirra, þá hefir verið minna en vera skyldi unnið að vísindalegum störfum og sjálfstæðum rannsóknum. Það er eins og vér séum ekki komnir „upp á lagið“ með þetta. En nú er eins og breyting sé að verða á þessu. Á fám árum hafa ekki færri en 4 Islendingar samiS doktorsritgerðir: Þeir doctores Helgi Tómas- son, Gunnlaugur Claessen, Skúli Guðjónsson og nú síðast Halldór Krist- jánsson. Og allir hafa þeir fengið mikið lof fyrir frammistöðuna! Það er auðséð, að Damnörk hefir átt mikinn þátt í þessum afrekum,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.