Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1931, Side 29

Læknablaðið - 01.01.1931, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 23 og mentalífið þar verkað hvetjandi á 3 menn af þessum 4. Þó þetta sé gott, nægir það ekki. Vér verðmn að kvcikja á voru eigin blysi! Auðveldara ætti þetta að verSa úr því landsspítalinn er tekinn til starfa. Svo er von á nýrri rannsóknastofu með góðum útbúnaði. Vonandi bætist háskólabygging við áður langt um líður. Hér er fult af visindalegum verkefnum. Ef skriðurinn kemst eitt sinn á, þá efa eg ekki, að oss takist að vinna úr þeim. Sem stendur er mér kunnugt um 3 isl. lækna, sem hafa merk rannsókn- arefni með höndum. 1 Ameríku dvelur nú Lárus Einarson við sérfræðinám. Hann vinnur þar að ýmsum vísindalegum rannsóknum, sem snerta anatomi og fysiologi. Hefir hann skrifað ritgerð á þýsku um nýja litunaraðferð á taugafrum- um, og fleira mun eftir fara. Lárus hefir verið gerður að research fellow og instructor in physiology við Harvard háskólann. Kennir hann stúdent- um experimental physiology. Auðsjáanlega er hann þar í áliti. Við háskólann i Norður-Dakota hefi eg rekist á 3 háskólakennara með íslenskum nöfnum. Einn þeirra er Richard Beck, sem er kunnur hér heima. Hvar, sem íslendingar fara, geta þeir sér góðan orðstír. Mér sýnist, að nú sé að kvikna á islenska blysinu! G. H. Litil athugasemd. Út af ummælum, sem skýrt er frá í síðasta Læknablaði, að fram hafi komið á L. R.-fundi þ. 8. des. síðastl., langar mig að benda á, aS lögin frá 1911, um takmarkað lækningaleyfi, geta ekki gilt eða átt við um tann- lækna eða tannlækningaleyfi, því að sérstök lög eru í gildi um þau efni. — Eins og öllum lesendum Læknablaðsins mun að sjálfsögðu vera kunn- ugt, samþykti Alþingi lög um tannlækningar 1929. Þetta lagafrumvarp var fyrst flutt í þinginu af tveim þing-læknum, eftir að leitað hafði verið álits stjórnar Læknafélags íslands og landlæknir gefið frumvarpinu með- mæli sín. Frumvarpiö dagaði uppi á þvi þingi — af því það kom svo seint fram. En ríkisstjórnin flutti það sem stjórnarfrumvarp á næsta þingi og var það þá samþykt mótmælalaust. Á hverju þau ummæli eru bygð, að þjóðin hafi komist út á óheppilega braut, með þvi að veita þeim tannlækningaleyfi, sem ljúka tannlæknaprófi, veit eg ekki. Vona, að það sé ekki af óheppilegri reynslu með þá tann- lækna, sem hafa starfað hér undanfarið. Hér hefir ekki verið annað gert i þessu efni en það, sem aðrar menningarþjóðir hafa gert lika. Lögin okk- ar um tannlækningar, eru sniSin eftir eða samin í likingu við annara þjóða lög. — Um hitt má auðvitað deila, hver mentun sé heppilegust þeim, sem sérstaklega gefa sig við tannlækningum. Væri ef til vill ástæða til að ræða það atriði nánar og vildi eg gjarnan leggja þar orð i belg, ef svo bæri undir. Með þökk fyrir rúmið fyrir athugasemdina. Br. Bjömsson. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði og lífeðlisfræði fyrir árið 1930 voru þ. 10. des. veitt austur- rikismanninum prófessor Karl Landsteiner, nú i New York, fyrir að hafa fundið blóðflokkana hjá mönnum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.