Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Síða 30

Læknablaðið - 01.01.1931, Síða 30
24 LÆKNABLAÐIÐ Landsteiner fann og sýndi fram á, aÖ þaS væri normalt fyrirbrigÖi, aÖ blóÖkorn sumra manna agglutineruðust af serum annara. Hann fann 3 aí 4 flokkunum og rétta skýringu á þeim þegar i staÖ. A-serum agglu- tineraÖi B-blóökorn, og öfugt; serum þriÖja (O-) flokksins agglutineraÖi blóÖkorn beggja hinna, en blóÖkorn þessa flokks agglutineruÖust ekki í serum þeirra. NiÖurstöÖur hans um agglutinin og reseptora gilda enn þann dag í dag. SömuleiÖis merking hans á flokkunum A og B. Praktiska þýÖingu fengu rannsóknir Landsteincr's fyrst viÖ blóÖtrans- fusionir, og nú seinustu árin, eftir aÖ sýnt hafÖi verið fram á, aÖ blóð- flokkurinn er arfgengur, einnig i réttarlæknisfræðinni, í faðernismálum. Loks hafa mannfræöingamir, anthropologarnir, mikiÖ notað blóðflokkana, en það kom í ljós við hóprannsóknir í stríðinu seinasta, að allir fjórir blóðflokkar eru mismunandi tíðir hjá hinum ýmsu þjóðflokkum. Við fjölda annara serologiskra rannsókna er nafn Landstcincr’s einnig tengt, einkum alt sem viÖ kemur antigenum og nú seinustu árin „kulda“- agglutininum, þ. e. agglutininum, sem aðallega verka viÖ lægri hitastig en flest önnur. /7. T. Varnir gegn kvefi. Njáll lét segja sér þrisvar, áður en hann trúði. Nú hefi eg lesið á ýmsum stöðum í tímaritum, að unt sé að verjast kvefi eða kæfa það í fæðingu. Væri guðs blessun, ef satt reyndist, og búhnykkur hinn mesti í okkar kveflandi. Hlustum á hvað nokkrir útlendir kollegar segja: Miinchcner rncd. Wochenschrift, Nr. 47. 2. Nóv. 1930. — Bls. 2023. Dr. Weis Benel-Bonn. Segist í mörg ár hafa varist nefkvefi, með. því, samkv. ráðleggingu Bier’s í Múnch. med. Woch, bls. 773 1925, að leysa upp 1 dropa af tct. jodi spir. (conc.) í glasi af vatni, og drekka þegar í byrjun einkenna. Ugcskr. f. Lœger, Nr. 43. 27. oct. 1930, bls. 1008. Chr. Lottrup Ander- sen: Forkölelse — Snue. Segir 8 dropa joðjoðkaliumuppl. (o,io—0,30— 10 vatn) 3svar á dag — 1—2 daga — óbrigðult præventivum. — Sjúkl. kendu honum. Argyrol 10% — 3svar í conjunctiva — líka gott. Við laryngitis-traclieitis segir sami höfundur: Rp. Arcanol 1 gr. 3svar —4 sinnum á dag, með sodavatni og mjólk. Einnig við angina. Ugeskrift f. Lœgcr, nr. 44, bls. 1028. Didde og Aksel Larsen gefa þetta recept: Rp. Tabl. atrobyl „Leo“ 1 X 2—4. „Reynið og prófið alla hluti!“ sagði postulinn. Mikið tilvinnandi, að losna við alla kvefandstygð! Stgr. Matth. Henschen, S. E., fyrverandi prófessor í medicin og yfirlæknir m. a. við Karolinska insti- tutet í Stokkhólmi, lést 4. des. 1930, í Stokkhólmi, 83 ára gamall. Hann var einn af fyrirmönnum sænskra lækna og naut mikils álits um alla Ev- rópu á sínum tíma, einkum fyrir verk sín um patologi heilans. Hann var einn þeirra, er sóttur var til Lenins, rússneska Sovjetleiðtogans, er hann veiktist. HvaÖ eftir annaÖ hafði staSið til að hann fengi Nóbelsverðlaunin, en aldrei orðið úr þvi. H. T.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.