Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 32
2Ó LÆKNABLAÐIÐ aÖ verÖa. Nákvæmar skýrslu hafa veriÖ haldnar í Ameríku, sem sýna það, að vel mentaður, almennur læknir getur annað 85% af öllum sjúk- lingum, sem til hans leita, án þess að vísa sjúkl. til sérfræðings e'ða i spítala. N. D. Lús í norsku skólunum. A línuriti í Tidsskr. f. d. norske lægeforen. (15 —16 1930), má sjá, að lús minkar stöðugt i skólunum, en er miklu meiri í sérskólum. Lúsug voru: í barnaskólum I sérskólum 1920 ......... 8°/o 23% 1929 tæp ..... 2^0 8fo En hvernig er svo athugað og hve vandlega? Er aðeins talin lús og nit slept? Úr útlendum læknaritum. E. MeulengrachtBéhandlingen af perniciös Anœmi og dcns Re- sultater. (Nord. medic. Tidsskrift nr. 36, 1930). Höf. lýsir meðferð á anæmia pern. með lifrar- og ventrikel-lækning. Hve rnikinn skamt skal gefa sjúkl. i byrjun meðferðar? Flestir læknar fyrir- skijja 200—300 gr. af lifur á dag, eða lifrar-extrakt, er jafngildir 400 —600 gr. lifrar. Stundum er notað enn meira. Varlegra að gefa ríflegan skamt af extrakti, enda auöveldara að koma þvi i sjúkl. en lifrinni sjálfri. — Varasamt er að treysta eingöngu á lifrarlækning, ef sjúkl. er mjög langt leiddur, þegar hann kernst i hendur læknisins. Áhrifa lifrarinnar verður stundum ekki vart, fyr en að rúmri viku liðinni, og getur sú bið riðið sjúkl. að fullu. Þegar ástæðurnar eru svo bágar, þarf að gefa sjúkl. eina eða fleiri blóðinngjafir. F.rfitt getur reynst, vegna klíju og uppsölu, að fá sjúkl. til að neyta mikillar lifrar. — Ekki er auðið að gefa lifrarextrakt í æð. Nú er sjúklingnum borgið i bráð, og liggur ])á fyrir til úrlausnar það mikilsverða atriði, hve mikinn lifrarskamt þurfi til langframa. En lifur verður sjúkl. að hafa árum saman, í svo ríkum mæli, að sjúkd. taki sig ekki upp á ný. Algengt er, að sjúkl. slái niður, vegna þess að þeir hætta að nota lifrina. Viðhalds-skamt veröur að taka svo ríflegan, að ekki komi afturkast. Höf. telur varlegast að sjúkl. með anæmia perniciosa taki gr. 200 lifrar á dag, til langframa, en getur þess þó, að margir komist af með minna. Höf. telur, að allir sjúkl. með an. perniciosa fái mikinn bata af lif- ur, og blóðinngjöf í byrjun, ef með þarf. Aukasjúkdómar geta spilt góð- um árangri, einkanlega coli-pyuri, sem er algeng. — Stundum hefir höf. virst járnlyf vera til bóta, er erfiðlega gengur. Höf. álítur, að blóð sjúkl. eigi að komast í 80%. Hb. og um 4 milj. rauð blóðkorn. — Árangurinn er þó stundum lakari, og kennir höf. því um, að sjúkl. prettist um að eta fyrirskipaðan lifrarskamt. Sumir af léttúð, vegna góðrar líðanar í svip- inn, en aðrir kostnaðarins vegna. Erfiðast viðureignar eru fylgisjúkdómar í taugakerfinu, — myelopathia, með acroparæsthesia, paresis, ataxia o. s. frv. Þetta ríður nokkrum sjúkl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.