Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1931, Page 33

Læknablaðið - 01.01.1931, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 27 aÖ fullu, þrátt fyrir fullkomna lifrarmeÖfer'Ö. Er álitiÖ, að lifrin hrífi e. t. v. aðeins á IdóðiÖ, en ekki taugakerfið. Þetta atriði er nokkuð í óvissu. Þá drepur höf. á lækninguna með ventricnlus siccatus. Skamturinn er: 1 kúfuð matskeið af duftinu hrærist út i ofurlítið af saft, en hellist svo í tæplega hálf-fult glas af köldu vatni, og er drukkið í einum teig. Höf. gerir sér vonir um, að ventricel-efnið muni reynast betur við hilunina í taugakerfinu, en lifrin. Dýratilraunir hafa reynst gagnslausar við þessar lækningar. Auðfundið er, að höf. gerir sér öllu meiri vonir um framtíðar-árangur ventrikel-lækn- ingarinnar, heldur en lifrarmeðferðarinnar. G. Cl. Tannáta og fæði. Eg nefni caries dentium tannátu (sbr. beináta), þó Norðmenn og Svi- ar kalli hana tannrot. Eg hefi oftar minst á þessa landplágu í H. S. og hvatt lækna til þess að gera tilraunir með fæði barna. Nú hafa nokkrir amerískir læknar (Bunting, Hadley, Jay og Hard) gert tilraunir í þessa átt á allmörgum börnum. Börnunum var skift í 5 flokka eftir fæði o. fl., en í hverjum flokki voru 74—159 börn. Tilraunirnar stóðu yfir 1 ár, en ekki er það skýrt tekið fram í heimildarriti mínu, hve gömul börnin voru eða hve mörg höfðu heilar tönnur til að byrja með. Sennilega hafa þær verið lítt skemdar. Eftir eitt ár var útkoman þessi: I. fl.: „Aktiv“ car. dent. 5%. F.ngin c. d. 80%. II. fl.: „Aktiv“ car. dent. 6%. Engin c. d. 79%. III. fl. (eftir 9 máti.) : „Akítiv“ car. dent. 50%. Engin c. d. 25%. IV. fl. (skólabörn) : „Aktiv“ car. dent. 6%. Éngin c. d. 75%. V. fl.: „Aktiv“ car. dent. 49%. Engin c. d. 18%. Hér er þá fljótséð, að mikill er munurinn á flokkunum. En hvað veld- ur svo þessum mikla mun ? I. og II. fl. fengu engan sykur eða sætindi, annað en það sem þurfa þótti til bragðbætis. Börnin fengu næga mjólk, mikið grænmeti og ávexti. Þá var og munnurinn skolaður með sóttvarnarlyfi eftir máltiðir. Afkom- an hjá jiessum flokkum má heita ágæt. IV. flokkur kemst nálega eins vel af. I honum voru skólabörn í heima- vistarskóla. sem talinn var að hafa ágætt fæði. Skolun á munni var slept með öllu, og virðist það ekki hafa komið að sök. III. flokkur fékk illa útreið. í honuni voru börn úr venjulegum barna- skóla, sem borðuðu ýmiskonar fæði i heimahúsum, án þess að nokkurt eftirlit væri með því haft. Aftur á móti voru börnin látin hirða munn- inn, liklega bursta tönnur og skola munn og kverkar. V. flokkur. í honum voru börn, sem hvorki var haft eftirlit með fæðu eða munnhirðingu. Útkoman varð lík og hjá IV. flokk. og þó heldur verri. Hvað má svo læra af þessum tilraunum? Fyrst og fremst það, að fœöið hefir máttug áhrif á tannátu. Vitamin- og kalkauðugt fæði (mjólk, smjör, egg, þorskalifur eða lýsi, hráar gul- rófur, ef ekki er að gera um ávexti), litill eða enginn sykur eða sætíndi, —• þetta er aðalatriðið. Þó er það ósannað ineð jiessum tilraunum, að sykur hafi ill áhrif, ]ivi IV. flokkur, sem hefir eflaust fengið sykur að góðum mun, kemst svipað af og hinir, sem sykurlausir voru (I. og II.).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.