Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 26
!52 LÆKNABLAÐIÐ reglan, og verður hra'ðari við alla áreynslu. Hann er oítast linur en al- veg reglulegur. í vondum tilfellum er andlitið cyanotiskt. Um blóðið er ekki mikið að segja. I löngum legum koma Ulóöleysis einkenni. Andardrátturinn er í samræmi við hjartsláttimi. Hann er alltaf nokk- uð tíður, og eftir því erfiðari, sem hjartaö er meira úr lagi. Sjúkl. kvarta stundum um óþægindi i maganum. En matarlystin er góð og óþægindin stafa frá hjarta og blóörás. Meltingarfærin eru oftast í lagi. í vondum tilfellum stækkar lifrin stundum allt í einu til muna og cr það ills viti. Þvag er auðvitað lítið í sumum tilfellum, einkum þegar mikill bjúgur er. Aukist það, veit það á gott. Ödemin eru með ýmsu móti, stundum mjög mikil um mestan part líkamans. í öðrum tilf. eru þau litil eða engin; koma stundum og fara á skömmum tíma. Prætihial ödem er eitt af því fyrsta, sem læknir leitar að. Penis og scrotum sleppa miklu oftar við ödem í beriberi en við venjul. stasis. Hydropericardium er algengt, ósjaldan finst hydrothorax, en ascites sjaldan. Hydropericardiuni finst oft þó engin ödem séu og stundum byrj- ar sjúkd. á því. Líkamshiti er normal í beriberi, en hitahækkun getur þó fylgt byrj- unarkvefi því, sem um var getið. Ætiologi. Um hana skal eg aðeins tala i stórum dráttum, þó það væri freistandi, ýmsra hluta vegna, að minnast á margt þar að lútandi. Og eg vildi mega ráðleggja íslenskum læknum, sem komast í kunningsskap við beriberi, eða annað. sem honum kann að líkjast, að setja sig vel inn í þennan þátt málsins. Eg get hugsað mér, að ýmsum kunni að þykja þetta óþarft, þar sem gátan um orsakir sjúkd. sé nú leyst; beriberi sé avitaminose og þar með sé það mál útrætt. Það veit líka hver heilvita maður að B vitamín skiftir svo miklu máli, ])egar um beriberi er að ræða, að orsakasamband hlýtur að vera þar á milli á einhvern hátt. En margir cru þeir, þeirra manna, sem mikið hafa átt við sjúkdóminn. sem ekki geta fallist á það, að hér séu öll kurl komin til grafar. Menn hafa aðallega skiftst. og skiftast enn, í 3 flokka um orsakir sjúkdómsins. a. Infection, b. Eitrun. af fæðunni, c. Skortur á „einhverju" í fæðunni. a. Sjúkd. er alltaf endemiskur eða epidemiskur. Hraustir menn, sem lifa góðu lífi, við nóga, blandaða fæðu, veikjast af beriberi ekki síður en aðrir, og það er hraparlegt að sjá hversu þungt sjúkd. getur lagst ein- mitt á þá. Og beriberi er skæður með að ráðast hvað helst á hrausta nienn á besta aldri, 20—30 ára. Beriberi verður mest vart, þar sem mörgum er hrúgað saman, í fang- elsum, herstöðvum, verkamannabústöðum o. þ. u. 1. Með öðrum orðum sýkjast helst menn, sem hið opinbera er skyldugt að sjá fyrir nægilegu fæði, — og gerir það líka, að því er eg frekast veit. (Hér er sérstaklega átt við Malajalöndin, þar sem mér er kunnugt um þetta). I sama landinu, þar sem allir lifa líku lífi, eru sumir staðir illræmdir fyrir beriberi, en i hámælum haft að á aðra staði komi hann aldrei.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.