Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 44
I/O LÆKNABLAÐIÐ Mánedsskrif't for praktisk lægegæming og social medicin. Eg held aS eg lesi ekki minna af læknaritum en aörir, og þó hefir þetta danska tímarit fariö fram hjá mér, svo eg vil vekja athygli á því. Þaö er aöallega blað sjúkrasjóöalækna, en ræöir um fleira, eins og sjá má á titlinum. Aðal ritstjóri er K. H. Backer og heyrði eg af því látiö að honum færist ritstjórnin ágætlega úr hendi. I septemberblaðinu er rætt uin „socialreformen." hina miklu trygginga- löggjöf Dana, sem gerir meðal annars öllum að skyldu, að tryggja sig fyrir sjúkdómum. Er víst leitun á betra skipulagi í þeim efnum en í Danmörku, þó allur sá socialismus hafi sínar skuggahliðar. — I nóv. blaðinu ritar Erik Garde um „forsikrings-medicinske 1>etragtninger,“ lífs- horfur manna með ýmsa kvilla, fróðleg grein og nauðsynleg fyrir skoö- anir til lífsábyrgðar. H. Tvedegárd skrifar um „konsultationslokaler og armamentarium" og gefur ágætar bendingar um ýmsan útbúnað lækna og áhöld, sem notuð eru dagíega. Allar tryggingar vorar eru enn í bernsku og gætum vér eflaust lært mikið af Dönum i þeim efnum. Það er því ástæða til að veita þessu litla, laglega tímariti eftirtekt. Verðið er lágt: 6 kr. á ári. G. H. Eru héraðslæknar skyldir að lána lyf ? Landlæknir hefir í smíðum erindisbréf fyrir héraðslækna. 12. grein þess hljóðar þannig: „Héraðslækni er skvlt að láta sjúklingi í té nauðsynlega læknishjálp og nauðsynleg lyf, þó ekki sé greitt samstundis og eins þó fullnægjandi trygging fyrir greiðslu sé ekki fyrir hendi.“ Einn héraðslæknir hefir spurt hvort jietta sé lögum samkvæmt. Það sé og aðgætandi, að héraðsl. sé einnig skyldur til þess að afgreiða !yf- seðla frá öðrum læknum og væntanlega lána einnig þau lyf. Vér teljum það vafalaust, að læknum verði e k k i lögö slík skylda á herðar. Verði grein þessari ekki breytt til batnaöar, þá er óumflýjan- legt, að láta dómstólana skera úr þessu máli. Framhaldsnáms-skóla ) fyrir lækna eru nú Bretar aö bvggja viö Hammersmiths-spítalann í Lundúnum. Verður þetta mikil stofnun, því ráð var gert fyrir því að hún myndi kosta £ 250,000. Neville Chamberlain ráðherra lagöi hornstein- inn og sagði þá meðal annars: „Læknar í afskektum héruðum geta ekki komist hjá því að rifja upp þekkingu sína og æfa sig á ný. Þegar skóli þessi er fullgerður má heita að hliðum þekkingarinnar sé slegið opnum fyrir læknum vorum, og það kemur sá tínii, að enginn starfandi læknir, hvort sem hann er karl éða kona, lætur mörg ár liöa án þess að hafa end- urnýiað þekkingu sína og sjálfan sig á þessum skóla.“ — (Lancet 22. júU ’33). Svona hugsa Englendingar og í raun og veru allar siðaöar þjóðir nema íslendingar. Þann litla styrk, sem kandidatar höföu til þess aö sigla á fæðingarstofnun afnam þingiö. Og þaö lét ekki þar við sitja. Það strikaði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.