Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 42
i68 LÆKNABLAÐIÐ yfirbor'Ösþekjan hreinsist, og að eftir 20 minútur finnist ætíð sýklar á yfir- borðinu. Sorel sleppir allri dauðhreinsun, baðar sjúkl. og strýkur yfir hör- undið á undan skurði með grisju, vættri í steril sápuvatni, þerrar það síðan með hreinni grisju. Þetta hefir gefist honum vel í 10 ár. — (J. A. Ass. 12. ágúst ’33). Blóðflutningur úr líkum. Serge Judine yfirlæknir í Moskva hefir gert tilraunir með að flytja blóð úr dauðum dýrum í lifandi, og tekist það vel, jafnvel 8 klst. eftir dauða dýrsins. Nýlega flutti hann blóð úr manni sem dáinn var fyrir 6 klst. i sjúkling og gekk ágætlega. Auðvitað voru blóðflokkar ákve'ðnir og W. R. gerð áður. Nú tekur hann blóð úr nýdánum, setur citrat saman við það, svo að það ekki storkni, og geymir það síðan í kulda alt að 28 dögum án þess blóðið spillist. (ibicl.). Skólaskoðun-berklaveiki. Eg veit, að stundum hefir fundist smitandi berklaveiki á skólabörnum við almenna skoðun, og hefi átt tal við stéttarbræður, sem hafa veriö upp með sér af því að finna slík börn. Eg hefi þá oftar en eitt sinn orðið þess vísari, að læknirinn hefir algerlega vanrækt að skoða heimilisfólkið. Ef læknirinn hefir leyst þessa sjálfsögðu skyldu af hendi, þá hefði hann unnið þarfara verk en með þvi einu að uppgötva sjúkdóminn hjá harninu. (S. S. Wollf í T. f. n. L, ’33, bls, 1105). Það er fágætt að finna smitandi berklaveiki hjá skólabörnum, en — skoðum vér heimilisfólk þeirra og systkini ? A. Ravina: L’epidemiologæ de la scarlatime. La Presse Medicale 11. octobre 1933. Enn þá er margt á huldu um útbreiðsluháttu skarlatssóttarinnar. Oft er ómögulegt a'ð segja hvaðan hún kemur eða hvert hún fer. Margir lækn- ar hafa veitt því eftirtekt að barn, sem fengið hafði skarlatssótt fyrir nokkrum mánuðum án þess að neitt bæri á smitun út frá þvi, þangað til alt í einu að það sýkist á ný af hálsbólgu eða inflúensu, ])á brá oft svo við að margir sýktust af scarlatina í næsta umhverfi sjúklingsins. Eftir þessu ættu þeir, sem fengið hafa scarlatina, að bera stundum i sér virus svo mánuðum saman latent og avirulent. Virulent verður hann svo fyrst þegar ný infectio kemur i kokiö. Slikir sjúklingar eru því mestu hættugripir ef satt reynist. En verða þá ekki scarlatinusóttvarnirnar lítils virði eins og þær eru framkvæmdar? V. A. Evipan-svæfingin, > sem Þjóðverjar láta svo mikiö af, hafa nú Englendingar þrautreynt. Lyf- ið reyndist líkt og fyr. Eftir inndælingu i æð kom óðara rólegur svefn, en ])ó kom það fyrir að vöðvar spentust, og andardráttur stöðvaðist snöggvast. Yfirleitt þóttu vöðvar slakna helst til litið, ef gera skyldi laparotomi. Svefninn varir ekki öllu lengur en 10—20 mínútur og lyfið hentar best við smáar aðgerðir. Við þær er það bæði gott og þægilegt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.