Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ *55 myndi vera kallaö byrjunarstigið. Þessi skoðun hefir, að mér finnst, ekki fengið þann byr, sem hún á skilið. En það er auðskilið. Sjúklingarnir koma svo sjaldan til læknisins vegna þessa byrjunarkrankleika, að erfitt er að safna sér gögnum um orsakasamband á milli hans og þess, sem vér köllum beriberi. Málið er því erfitt viðfangs. En á meðan ekki eru tekin af öll tvímæli um orsökina, er þessi skoðun meir en þess verð, að henni sé gaumur gefinn. — Meðferð. Ef mögulegt er að flytja sjúkl. á að senda hann burt af staðn- um, sem hann veiktist á og þangað, sem engin beriberi er. Yfirleitt má segja, að allir fylgi sömu höfuðdráttum í meðferð sjúkd.. hvoru megin sem þeir eru í deilunum um orsakir hans. Og er óhætt að segja, að þar sé bygt á því að sjúkd. sé avitaminose. Engin betri lækn- ing er til. Sjúkl. hefir gott af að vera á fótum, ef hann getur með góðu móti. Digitalis dugar ekkert og síst ef maður er hræddur um líf sjúkl. vegna hjartans; það verkar alt of seint, ef það þá yfirleitt verkar á hjart- að í þeim beriberi sjúkl., sem helst þyrftu þess með. Þegar svo stendur á, er þrautalendingin B vitamin, og það tafarlaust. Ger er gamalt og gott til þess. Sterk extract af ríshýði er ágætt, ef það er fyrir hendi. Nitro- glycerin í stórum doses, 3—4 dropar af 1% uppl., á hverjum hálftíma, ef hjartatilfelli verða hættuleg. Reyna má að láta sjúkl. lykta af amylnitrit, 1—2 dr. í klút, þangað til nitroglycerinið fer að verka. Að öðru leyti er, ])ví miður, lítið hægt að ráðleggja. Specificum er ekkert til og meðferð- in verður að vera alveg' symptómatisk. Björgúlfur Olafsson. Mænudeyfíng (Spinalanæsthesia). hefir mér vitanlega ekki enn verið gjörð á íslandi, en þar sem aðferðin hefir uppá marga kosti að bjóða, enda fer í vöxt víðsvegar um heim, hefi eg fyrir áeggjan nokkurra kollega að heiman, ráðist í það torvelda verk að gjöra hér stutta grein fyrir henni. Eg mun hér aðallega styðjast við yfirl. dr. med N. Backer-Gröndahl, Haukeland Sykehus, Bergen. Hann mun nú sá á Norðurlöndum, sem mesta reynslu og vísindalega þekkingu hefir á aðferðinni, og birti í fyrra yfirlit um 1000 mænudeyfingar, sem þó eru ekki nema frá 1929. Af þeim voru 573 notaðar við holskurði, en þar af aftur 107 aðgerðir á maga, 26 í gallvegum og 430 aðgerðir á þörmum, appendix og genit. interna. Aðgerðum, sem mænudeyfing er notuð við, hefir stöðugt farið fjölgandi á kostnað svæfingarinnar, og er nú notuð við ca. 40—5°% öllum operationum á kir. deildinni i Bergen. Aðalreglan hefir verið að nota ekki mænudeyfingu fyrir ofan interpapillær-línu, og ekki á yngri sjúkl. en 17 ára og alt upp í 80 ára, þó stöku sinnum yngri (ofan í 13 ára). En jafnframt hefir markið verið að nota spinalan. við allar aðgerðir neðan þindar, og þetta hefir lukkast vel, í nokkrum tilfellum þó með lítilsháttar hjálp af inhalationsnarcosis. Auðvitað hefir þó lokalinfiltration verið beitt við þar til hæfar smærri aðgerðir, s. s. herniur, operationir á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.