Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1935, Síða 5

Læknablaðið - 01.06.1935, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 19 J>ann grandvöll að beita pólitísku atkvæöamagni til þess að afla sér stuönings.Og slungnir stjórnmála- menn hafa notaö sér það til frarn- færis, að lækka iðgjöld til sam- laganna, með því að veita þeim ríkis- eða bæjarstyrki, m. ö. o. xniðla þeim, sameiginlegum sjóð- um skattþegnanna, einnig þeirra, sem engra fríðinda njóta frá sam- lögunum. Því öflugri, sem sjúkrasamlögin verða, því meiri kröfu gera þau til þeirra aðilja, sem við þau skifta, fyrst og fremst lækna, Jyfjabúða og sjúkrahúsa. Kröfur sjúkrasamlaganna til þessara að- ilja ganga ávalt fyrst og fremst út á það, að þeir verði að lækka sig, læknar að fá minna fyrir störf ín, lyfjabúðirnar að gefa meiri af- slátt af lyfjum, sjúkrahúsin að veita sjúkrasamlagsmeðlimum meiri ívilnanir. Ganga samlögin í mörgum löndum mjög langt í þessu og það ekki hvað síst gagn- vart ríkis- ða bæjareknum eða rík- isstyrktum sjúkrahúsum, þannig að fyrst styrkir ríkið (eða bæjar- félagið) sjúkrasamlagið með bein- um fjárframlögum og svo óbein- um, með því að gefa samlögum sérstakan afslátt af spítalagjöldun- am, eða reikna þau sérstaklega lágt fyrir samlögin, svo samlögin sumstaðar greiða ekki nema fá- eina aura fyrir hvern sjúkrahúss- legudag meðlima sinna. Þar sem lengst er gengið, er þaö kall- að að sjúkrasamlögin „sjált" „byggi“ spítala (auðvitað með op- inberuni styrk) og „reki“ þá sjálf, en það er þannig gert að ríkið •eða bæjarfélög borga aðalreksturs- kostnaðinn, eða hann allan, að frá- dregnum máske fáeinum aurum pr. legudag, sem sjóður sjúkrasam- lagsins greiðir. Er það segin saga, að þeir sem slíkum sjúkrasamlög- um stjórna eru stórvaldamenn, sem, eins og áður sýndi sig í Þýskalandi á ýmsan hátt gátu misnotað aðstöðu sína. Þegar sjúkrasamlögin hafa „bygt“ spítala, ráða þau þar fasta lækna. Færa svo smám saman út kvíarnar með' svokölluðum ókeyp- is „póliklinikum" eða öðrum „stöðvum“ í sambandi við spítal- ana (með föstum lækni eða lækn- um, ráðnum af stjórn samlagsins). Starfsemi þeirra samlagslækna, sem era úti í praxis, verður aft- ur á móti aðallega sú, að visa sjúklingunum á stöð eða spítala, og skrifa upp á allskonar eyðu- blöð, vegna dagpeninga sjúkl. o. fl. Slika starfsemi þarf auðvitað ekki að launa nema mjög lítil'fjör- lega og læknarnir geta „sint“ mjög mörgum sjúklingum uppá þennan máta. Starfshættir læknanna ger- breytast og þeir hætta að fylgjast með sjúklingum og sjúkdómum. Afleiðingin af því er sú alkunna, að þeim fer aftur yfirleitt, en „stöðvar“læknarnir spesialiserast æ meir eftir því sem stöðvunum fjölgar. — En fari almennri læknamentun aftur, er viðbúið að heilsufar þjóð- arinnar geri það lika og sjá þá all- ir, að kerfið drepur sig sjálft. Sú viðbára, að praktiserandi læknar verði „heilsuverðir“ frek- ar en áður, er fásinna. Því engir heilsuverðir eru hugsanlegir svo að verulegu gagni korni, nemá þeir hafi haldgóða þekkíngu á sjúk- dómum, vita hvað af þessu eða hinu hlýst, hvernig megi helst forðast það, og hvernig verði helst gert við því sem að er. Sjúýrasamlagshugmyndinni hef- ir í mörgum löndum verið tekið mjög vel, þegar frá byrjun. Mönn- um hefir þótt það geðfeld hugsjón, að hvetja til forsjálni gegn sjúk-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.