Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1935, Qupperneq 8

Læknablaðið - 01.06.1935, Qupperneq 8
22 LÆKNABLAÐIÐ Þaö gæti alveg eins trygt sér hana hjá L. R., því þaö eru meölimir Læknafélags Reykjavíkur, sem láta hana í té. Viö getum látiö hana í té fyrir sama gjald og S. R. , handa fólki i samsvarandi tekjuflokki. — Læknisgjöldin eru stærsti gjaldaliöurinn hjá samlög- unum, eöa um 40% (sj.hús og lyf, hvort f. sig aftur á móti ca. 20%), svo þaö er fyrst og fremst læknishjálp, sem fólkið finnur þörf til þess aö tryggja sér. Og þaö er i alla staöi eölilegast aö það tryggi sér hana milliliðalaust hjá þeim, sem láta hana í té, sem sé lækn- unum sjálfum. Viö læknar munum yfirleitt alls ekki vera þaö minni fjármálamenn, en margir aðrir borgarar, að viö ekki mundum geta komið þessu fjárhagslega eins vel eða betur fyrir en t. d. S. R hingað til hefir gert. Fólk gæti auðvitað valiö sér jafn frjálst lækni og hingað til í S. R. og ef til vill notið víötækari læknis- hjálpar en verið hefur fyrir sama gjald. S. R. hefir greitt aö meðal- tali pr. númer til lækna undanfar- in 4 ár 24—21 krónu á ári, eða sem svarar 2 krónum á mánuði. En S. R. hefur enga baktryggingu. Þegar þaö gengur vel, stendur það í skilum, en gangi þaö illa, tapa þeir, sem við það skifta. Fyrir ca. 2 árum töpuðu læknar um 10.000 kr. á viðskiftum þeirra við sam- lagið. Félag lækna myndi aftur á móti sennilega geta endurtrygt sig gegn tekjumissi eða óvenjulegum útgjöldum eitt ár framar öðru, m. ö. o. læknarnir trygðu sér sínar tekjur, a. m. k. um nokkurn tíma, þó eitthvað sérstakt kynni út af að bera og trygðu þar með um leið fólkinu læknishjálp, jafnvel þó almenri fjárhagsleg vandræði steðjuðu að því um stund. Og sé ég ekki annað en að slík forsjálni mætti auka álit læknanna og aíla þeim almennrar viðurkenn- ingar fyrir. Það er auðvitað, að þó ég sem dæmi hafi tekið þann tekjuflokk manna, sem verið gæti í sjúkra- samlagi, þá væri okkur i lófa lag- ið að hafa stígandi skala fyrir tekjuhærra fólk, eða lækkandi fyr- ir hið tekjuminsta. Það væri inn- an handar fyrir Læknafélagið að bjóða öllum bæjarbúum upp á læknishjálpartryggingar. Og félagið trygði um leið fjár- hagslega afkomu meðlima sinna á tryggari hátt, en sennilega nokkurt annað læknafélag mun hafa gert. Við í stjórn L. R. höfum velt þessu fyrir okkur í undir tvö ár, höfum talað við nokkra menn um málið, kynt okkur ým- islegt erlent, er ])að snertir o. s. frv. En vitanlega er þetta sem ég hér hefi framsett þar fyrir ekki fullhugsað kerfi, en þess vegna vildi eg koma fram með það nú, ef ske kynni að menn eitthvað vildu ræða þetta mál. — Við höfðum t. d. upphaflega hugsað okkur, að L. R. yfirtæki alveg S. R. og færði síðan kerfið út eftir þeim línum, sem seinna virtust heppilegar. Þetta gæti að ýmsu leyti verið æskilegt: Læknarnir yrðu gerðir fjárhagslega interess- eraðir í að fólk veiktist yfirleitt sem minst, að farsóttir næöu sem minstri útbreiðslu, að veikir menn læknuðust sem fyrst og sem best, yfirleitt að heilsa manna væri vernduð sem best. Það yrði með ðrum orðum, að nokkru leyti „kín- verska kerfið“ svokallaða: Lækn- arnir hefðu sem mest upp úr því, að fólkið væri sem heilbrigðast. En á þessu eru ýms teknisk vandkvæði, eða gætu orðið, þó vit- anlega mætti talfæra það síðar meir við S. R. Þess vegna hefi

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.