Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1935, Side 12

Læknablaðið - 01.06.1935, Side 12
26 LÆIC NA BLAÐIÐ til þess, aö mönnum sé ljóst, aö hér var á feröinni óvanalega efni- legur vísindamaSur, sem samein- aöi þá kosti er einn prófessor mega prýöa: Góöa mentun, gnótt visindalegs áhuga og vísindalegra viöfangsefna er leysa skyldi í framtíöinni. Lárus kom hingað heim sumar- iö 1934, en fékk erfiöar undirtekt- ir. Hann fékk aö vita þaö smátt og smátt, aö hann ætti aö fá 3000 króna árslaun — eins og dugleg skrifstofustúlka — aö ekkerb hús- næöi væri til fyrir rannsóknartæki þau, er Rockefeller Foundation haföi gefið til þess, að hann gæti haldið áfram rannsóknum sínum, og að ekkert fé væri til, til þess, að standast straum af kostnaði við rannsóknirnar. Horfurnar voru því þessar: Bið um óákveðinn tíma eftir prófes- sorsstöðunni, rannsóknartækin yrðu aö ryðga niður í einhverju pakkhúsi, sultarlaun og loku skot- ið fyrir vísindalega starfsemi. Fyrir atbeina dr. med. Helga Tómassonar var þó rannsóknar- tækjunum komið fyrir á Kleppi, — þeim var úthýst í hinni nýju bygg- ingu Rannsóknarstofu Háskólans — og sömuleiðis fékk Dr. Helgi Tómasson því til leiðar komið að Lárus gat haldiö rannsóknum sírr- um áfranr og fékk hann sem að- stoðarlæknir hjá Dr. Helga þau laun, að hann náði lægstu prófes- sorslaunum að öllu samanlögöu. Svo kom Alþingi í vetur og batt enda á dýrðina. Fjárveiting til vís- indastarfa Lárusar var lækkuð^ svo að hún yrði gagnslaus og varð það til þess, að hann tók fullnaðarákvörðun um að fara af landi brott og taka þeirri stöðu er honurn bauðst í Kaupmanna- höfn. Ég hefi nú rifjað upp í stórum. dráttum ganginn í þesu máli og vil ég víta það tómlæti, er Lárusi Ein- arssyni hefir verið sýnt hér heima.. Háskólinn hefir ekki efni á því, að missa mann eins og Lárus og land- ið ekki heldur. Við getum ekki til eilífðar lifað á því, að grobba af forfeðrunum og íslendingasögun- um. Við verðuin að leggja eitthvað nýtt af mörkum, en leiðin til þess er áreiðanlega ekki sú, að flæma af landi burt með tómlæti og kot- ungshætti þá menn, sem líklegastir eru til að gjöra garðinn frægan.. Ég óska Lárusi til hamingju með sitt nýja starf — en samhryggist Háskólanum að hann skyldi þurfa að fara. SuMcd/jBilcm. <í ý^-SjáAmclí . Eftir dr. G. Claessen.. Lærðasti núlifandi sullfræðing- ur, prófessor F. Dévé í Rúðuborg, hefir sett nafnið „terres classiques de la maladie hydatique" á þessi lönd: ísland, Ástralíu og Nýja-Sjá- land, Argentinu og Urugay. Það hlýtur að vera fróðlegt fyrir hér- lendalækna að hafa fréttir af þess- um sull-löndum, og þessvegna fara hér á eftir nokkur atriði um á- standið á Nýja-Sjálandi. Heimild- irnar eru sumpart úr læknablaði' þeirra Ný-Sjálendinga, sumpart úr þréfum frá dr. Annderson í Inver- cargill á N. Zeal., og frá próf. L. Barnett, Otago, N. Zeal., sem er „the grand old man“ læknanna þar í landi, og próf. emeritus chir- urgiæ. Hann hefir sína löngu læknisæfi haft mesta fjölda sull-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.