Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.1940, Page 12

Læknablaðið - 01.05.1940, Page 12
;o LÆKNABLAÐIÐ fyrir Vestfjörðum, SirSurlandi og AustfjörSum. — A8 spítalinn var byggður á Fáskrúðsfiröi mun mest hafa stafað af því hve mik- ils trausts og álits Georg naut hjá Frökkum, enda byggðu þeir þá ó- venju veglegt íbúðarhús handa Georg um leið og þeir byggðu spítalann. Var jafnan mikið að starfa á spítalanum um sumartím- ann, meðan frakknesku skipin voru hér og hafði þá Georg einatt aðstoðarlækni þann tíma. En segl- skútunum smáfækkaði og hurfu loks alveg er styrjöldin hófst 1914. Einnig sóttu þá spítalann sjúk- lingar viða að af Austfjörðum til handlæknisaðgerða. Fékst Georg töluvert við skurðlækningar fram- an af, en hætti þeim svo að mestu smátt og smátt, þegar samgöngur fóru að verða greiðari til Reykja- víkur. Auk læknisstarfanna gengdi hann ýmsum störfum. Hann var árum saman póstafgreiðslumaður á Fáskrúðsfirði, formaður spari- sjóðsins, fulltrúi spítalafélagsins frakkneska, konsúll Frakka o. .s. frv. Öll þessi störf leysti hann af hendi með þeirri framúrskarandi reglusemi og snyrtimensku, að fá- séð mun. Enda var það sem ein- kendi manninn mest, þessi ein- staka prúðmenska og snyrti- menska í allri framkomu, á hon- um eða því, sem í kringum hann var sást aldrei blettur eða hrukka — og var hann þó pjattlaus og enginn hégómamaður. Á þessum árum fór Georg oft- sinnis utan og fór víða um lönd, til þess að kynna sér lækningar og háttu annara þjóða. Hann fór um mörg lönd Evrópu, en lengstum dvaldi hann í Frakklandi. Héraðsbúar höfðu mestu mætur á Georg heitnum og sýndu það í verki, er þeir gáfu honum dýr- mætt gullúr er hann var búinn að vera læknir þeirra í 25 ár og færðu honum virðulegt heiðurs- skjal undirritað af héraðsbúum er hann lét af embætti. Sömu vin- sælda og virðingar naut hann i Keflavíkurhéraði þann skamma tíma sem honum auðnaðist að dvelja þar. — Frakkar sæmdu hann heiðursmerkjum: Officiér d’Academie og Chevalier de la Legion d’Honneur. Georg heitinn var tæpur meðal- rnaður á hæð, vel vaxinn, þéttur á velli, andlitið svipmikið. Hann hafði sig lítt í franuni í almennum málum, var fámáll, ó- hnýsinn um annara hagi, ágætlega greindur, þéttur i lund, vinfast- ur. NokkuS var hann þur á mann- inn viS fyrstu kynningu, en rættist brátt úr, ef honum féll maðurinn. Hann var næmur á alt broslegt, glaðlyndur í kunningjahóp og gestrisinn mjög. Georg var tvígiftur. Fyrri kona hans, Karen (Wathne), dó eftir sex ára sambúð árið 1912, áttu þau þrjú börn, Alfreð stúdent, dó á Vífilsstöðum, Valborgu búsetta í Kaupmannahöfn og Karen búsett hér í Reykjavík. Seinni kona hans var Anna (f. Jörgensen), ekkja Gunna/rs Þorljjörnssonar kaupm. Hún lést í ágúst 1938. Með Georg heitnum eiga læknar á bak að sjá prúðmenni, sem hvar- vetna var sinni stétt til sóma. M. E,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.