Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 16
74 LÆKNABLAÐIÐ sem ekki hefir fundist neitt inn- gangsport i, nr. 3 og 14, eru bæði samskonar, og þa'S tuberculosis, sem annars er mjög sjaldgæf, nl. endo- metritis tuberculosa. Manni gæti dottið í hug bein genital-infektion, en atbugandi er ])ó, aS 16 ára gamla stúlkan hefir einnig garnasár, og gæti þaÖ e. t. v. bent á tonsillar- infektion. Af því, sem hér hefir verið sagt sést, aS inngangsleiSin fyrir berkl- ana er hér á landi landsamlega oft- ast öndunarfærin, en meltingarfær- in tiltölulega sjaldan. Erlendis hef- ir frumsmitun í gegn um meltingar- færin fundist mjög misalgeng, eins og tafla 9 sýnir. Tafla 9. Frumsýking í melingar- færum í ýmsum löndum. Höfundur Staður “/oEarnir Lubursch Posen . . . 39.8 » . . Diisseldorf 13.5 Councilman . . . Boston . . 37.1 Hnbschmann . . . Leipzig . . 28.0 Heller<fc Wagener Kiel .... 21.0 Beitzke Berlín . . . 16.0 » .... Diisseldorf 15.0 > — Graz .... 40 H. Albrecht . . . Wien . . . 0.7 Ghon Prag .... 2.5 Huguenin . ... Genf .... 5.8 Comby Frakkland 0 af 1432Í barnasekt. í þessum tölum er aÖeins átt við primær garnainfektion, en hálseitl- ar ekki taldir meÖ. ViÖ sjáum af ])essu yfirliti, aÖ við erum með þeim allra lægstu hvað þetta atriði snertir, enda ekki við öðru að bú- ast, þar sem nautaberklar virðast vera óþektir hér. Við höfum nú ræktað alls 270 berklastofna hér, frá flestum þeim líffærum, sem berklar koma fyrir í, en aldrei höfum við ennþá fund- ið neinn typus bovinus. Þegar prim- ær mesenterialtuberculosis kemur samt fyrir hjá okkur, sýnir það, að ekki er öruggt að telja allar prim- ærinfektionir i görnum stafa af nautaberklum, eins og alment er gert. Ályktanir. Hvaða ályktanir er hægt að draga af þessum rannsókn- um? Þótt okkar materiale sé ekki stórt, þá gefur það samt greinilega hugmynd um, hvað finst af berkla- veiki við krufningar, og mér er nær að halda, að þegar við höfum feng- ið meiri fjölda krufninga úr að vinna, nokkur þúsund t. d., þá komi það í ljós, að heildarútkoman verði ekki mjög langt frá þvi, sem þess- ar rannsóknir hafa sýnt, þ.e.a.s. að því leyti, sem þær geta gefið svar við þvi, sem við vildum fá að vita. Svo lágar tölur sem hér er um að ræða, eru ekki til þess fallnar, að gefa upplýsingar um dánartölu af berklaveiki í landinu, síst þegar sek- tionsmateriale er eins og hér,annars- vegar frá stærsta berklahæli lands- ins, hinsvegar frá Landspítalanum, sem einkum áður fyr tók mikið af berklasjúklingum. En við þurfum ekki á slikum upplýsingum að halda, því að dánartölurnar eru mjög á- reiðanlegar, og ekki hætta á að þeim skeiki svo að nokkuru nemi. Það, sem fyrir mér vakti með þessum rannsóknum var, eins og ég hefi tekið fram áður 1) að komast eft- ir því, hve mikill hluti landsmanna hafi menjar um berklasýkingu, 2) á hvaða aldri smitunar er helst að vænta og 3) hvernig berklaveikin kemur fram anatomiskt hér á landi og hvort nokkur munur kynni að vera á háttalagi veikinnar hér, sam- anhorið við önnur lönd. Viðvíkjandi 1) er óhætt að segja, að krufningamateriale okkar geti vel svarað þeirri spurningu, svo langt sem það nær, því að hér er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.