Læknablaðið - 01.05.1940, Page 22
8o
LÆKNABLAÐIÐ
Ur erlendum læknaritum.
Ca við Angiospasmus.
Weichsel reyndi calcium-uppl.iv.
við allmarga sjúkl. með angiospas-
mus. Púls-fylling var mæld á und-
an og eftir, og jókst hún oft til
muna, en mest bar á jn’í, hve þraut-
um slotaði, og hve sjúklingunum
varð léttara um gang. Hitastraum-
urinn, sem lagði um sjúkl. við ídæl-
inguna, Ijenti á æða-útþenslu. Þægi-
lega hitatilfinning lagði um útlimi,
sem höfðu vetrið sí-kaldir mánuð-
um og árum saman. Við ]>ær þús-
undir idælinga, sem gerðar voru,
kom hvorki fyrir ,,thrombosis“ né
nein alvarleg eitrunareinkenni.
Þrautum létti í 24 klst. eftir fyrstu
ídælingu, og ]>ví lengur eftir hverja
í dælingu, sem fleiri voru gerðar.
Útlimir, sem áður voru sikaldir,
urðu eðlilega heitir. Leggjasár
greru oft án annarar meðferðar. 1
fyrstu var notað Calciumgluconat,
en í seinni tíð eingöngu CaCl2 leyst
upp í fysiol. NaCl-uppl.; er byrj-
að á því að dæla inn í æðina ögn
af tómri NaCl-uppl., og þegar vissa
er fengin um, að dælunálin sé i
æð, er hæfilegum skamti af 50%
CaCl2-uppl. bætt við í dæluna og
blandað saman. Ekki má dæla inn
Ca, ef sjúkl. hefir nýlega fengið
digitalis-meðferð, því að það er
hættulegt, vegna „synergismus“
þessara lyfja, getur jafnvel valdið
bráðum bana.'— Allir sjúkl. fengu
2 g. af CaCl2 einu sinni á viku
í 12 vikur. Það var ekki óalgengt,
að heilsubótin, sem sjúkl. fengu,
entist í 2 ár í senn. Þeir komu vana-
lega aftur af sjálfsdáðum, þegar
þeim fór að versna á ný. (The
Journ. of the Am. Med. Ass. 1940.
Nr. 11, bls. 1016, cit. þar eftir An-
nals of Internal Medicine, Jan.
1940). N. /.
Acetylcholin
kveðst prófessor dr. E. Payr hafa
notað með mjög góðum symptoma-
tisum árangri við ýmsa liðasjúk-
dóma, einkum arthrosis deformans.
Ennfremur vöðvakreppur og lam-
anir. Aðallega notar hann inndæl-
ingar í liðina eða kringum ]>á og
inndælingar í vöðva; normal-skamt-
ur 10 cg. acetylcholin leyst upp í
2 ccm. Aq. dest. ster. Deyfir á und-
an liðpokann með novocainuppl. og
dælir ögn af 2% novocainuppl. inn
í liðinn á eftir acetylcholinuppleys-
ingunni, Hann dælir inn annan
hvern dag. Blóðsókn eykst ekki að-
eins til liðsins eða vöðvans, sem
í er dælt, heldur og til alls lims-
ins, og fylgir hitatilfinning í honum
og jafnvel í öllum líkamanum, er
helst oft heilan dag eða lengur.
Blóðþrýstingur lækkar vegna æða-
útþenslunnar. Liðaþrautir minka og
hreyfanlegleiki vex stórum, stund-
um þegar eftir fyrstu idælinguna.
Engra eiturverkana kveðst próí. P.
hafa orðið var af þessari meðferð,
og ekki heldur neinna óþæginda
localt. (Munchener med. Wochen-
schrift 1940, Nr. 1, bls. 7—15.
ó\ /.
Félagsprentsmiðjan h.f.