Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 123 finnst sullur í 27 þeirra, eöa 16%. Hjá þeim seni eru yfir sextugt má því segja, aö sullur finnist í sjötta hverjum manni, en í fimta hverjum sem kominn er yfir sjö- tugt. Þetta er fólkið, sem hefir verið i blóma lífsins þegar G. M. skrifar sína ritgerð. Það er engin ástæða til að ætla að minna hafi dáiö af sullaveiku fólki en öðru, og því verður að gera ráð fyrir að um það bil sem G. M. skrifar. hafi ca. 6. liver maður, sem var þrítug'ur eða eldri, gengið með sull. Nú hafa þeir höfundar, sem ég hefi minnst á, og gizkað hafa á útbreiðslu sullaveikinnar, allir mið- að við tölu sullasjúklinga, þ. e. þeirra, sem hafa haft það mikil óþægindi af sínum sullum, að þeir hafi getað talist sjúklingar. Það gefur að skilja, að það er ekki unt að draga neina slíka línu, sem skilji á milli sjúkra og heilbrigðra sullbera. Þessi mælikvarði eldri höfundanna, að miða við sull- sjúklinga, er þvi aðeins neyðar- úrræði, aðeins til komið vegna þess, að það var það eina, sem unnt var að fá yfirlit yfir á þeiiji tímum, enda geta allir höfundarn- ir þess, að áreiðanlegar skýrslur um útbreiðslu sullaveikinnar fáist ekki fyrr en unnt sé að gera nógu margar krufningar. Vaxtarstaðir. Eins og vænta mátti eru langflestir sullirnir í lií- ur, eða hjá 37 af 41. Næst lifrinni kemur, eins og við var að búast, peritoneum, þar sem sullir fund- ust í 6 likum. í öllum öðrum lif- færum var mjög sjaldgæft að finna sulli, aðeins einu sinni i milta og tvisvar í hjarta, en ekki í öðr- um líffærum. Þessi dreyfing á sullunum er dálítið öðruvísi en hjá Jónassen, sem fann 18% af sínum sullum í nýrunum. Af 50 sullum voru 9 í nýrunum, 3 í milta og 1 i hjarta. Dreyfingin er því svipuð í öðrum líffærum að undanteknum nýrunum. Mér er ekki grunlaust «*< //>■:/ /fY/ Tafla I.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.