Kraftur - 01.05.2003, Blaðsíða 5

Kraftur - 01.05.2003, Blaðsíða 5
4 5 að grunnorsökina er að finna í erfðaefninu. Grundvallarbreytingin sem veldur krabbameinssjúkdómum er þegar áunnin breyting eða skemmd verður í erfðaefninu sem gerir það að verkum að þær frumur sem verða fyrir breytingunni fara að vaxa. Sem dæmi um slíkt má nefna litningayfirfærslu (chromosome translocation) sem er algeng í hvítblæði. Litningarnir innihalda gen og við litningayfirfærslu þá á sér stað víxlun. Við erum að spyrða saman tvo búta sem eiga ekki heima saman og á samskeytum þessara búta getur myndast ný genaafurð sem veldur truflun í vaxtastjórnun sem leiðir til óeðlilegs vaxtar frumunnar. Þannig er áunnin skemmd í erfðaefninu grunnorsök krabbameins sem leiðir af sér augljósa spurningu um hvað það er sem veldur skemmdum á erfðaefninu og af hverju sumir fá þetta en aðrir ekki? Í hvítblæði er samt sem áður þáttur erfða tiltölulega lítill miðað við mörg önnur krabbamein. Það vill svo til að langvinnt mergfrumuhvítblæði (CML) er vegna litningayfirfærslu sem er mjög sértæk en í yfir 20 ár hafa menn verið að kortleggja sameindaerfðafræðilega uppbygging þessa hvítblæðis. Litningayfirfærslan í langvinnu mergfrumuhvítblæði kveikir á flokki vaxtaörvandi gena sem heitir týrósín kínasi sem er ein af lykilsameindum í að stjórna vexti ýmissa frumna. Týrósín kínasar eru bæði á yfirborði og í innfrymi frumnanna og þegar við kveikjum á týrósín kínösum þá leiðir það yfirleitt til að fruman fer að skipta sér. Í venjulegri frumu er það grundvallaratriði að hvenær sem fruma kveikir á týrósín kínasa að þá séu leiðir til að slökkva á kínasanum líka. Í litningayfirfærslu kveikir fruman á týrósín kínasa á óeðlilegan hátt þannig að fruman getur ekki slökkt á þessum kínasa og skiptir sér því viðstöðulaust, og afleiðingin er krabbamein, í þessu tilfelli langvinnt mergfrumukrabbamein (CML). Án meðferðar leiðir það til þess að mergfruma sem hefur þessa breytingu tekur yfir allan merg og alla blóðmyndun sjúklingsins. Með tímanum safnar krabbameinsfruman upp nýjum genaskemmdum sem á endanum leiðir til bráðamergfrumuhvítblæðis (AML). Þarna er um að ræða sjúkdóm sem hefur mjög vel skilgreinda genaskemmd. Á allra síðustu árum hefur átt sér stað þróun á týrósín kínasa- hemlum sem eru litlar lyfjasameindir sem bindast inn í týrósín kínasann eins og lykill í skráargat. Við höfum 90 mismunandi kínasa í erfðaefni okkar en í langvinnu mergfrumuhvítblæði (CML) er það skemmd í týrósín kínasanum Abelson, (eða ABL) sem knýr áfram vöxt krabbameinsfrumnannna. Það er hægt að búa til hemla einungis á þennan týrósín kínasa ásamt örfáum öðrum kínösum, þannig að meðferðin er mjög sértæk. Við vitum það líka að ef við erum með nógu sértæka hemla á þennan týrósín kínasa, þá geta eðlilegar frumur lifað góðu lífi og þar af leiðandi verða aukaverkanir af meðferð í lágmarki. Það eru einnig fleiri týrósín kínasa-hemlar í þróun því við vitum um fleiri krabbamein þar sem kveikt er á týrósín kínösum sem valda frumuskiptingu. Langvinnt mergfrumuhvítblæði (CML) er þó enn í dag besta dæmið og það sem langmest hefur verið rannsakað. Við eigum einnig aðra tegund af markmiðaðri meðferð en hún hefur ekki valdið jafn afgerandi áhrifum á meðferðarsvörun. Þar er verið að nota einstofna mótefni til þess að bindast við sértækar sameindir sem eru til staðar í krabbameinsfrumum en ekki í eðlilegum frumum. Þessi tegund af meðferð kemur stundum til sögunnar í meðhöndlun brjóstakrabbameina og í talsverðu mæli í ákveðnum tegundum af eitilfrumukrabbameini og hvítblæði. Í flestum tilfellum hafa þessi einstofna mótefni verið notuð í bland við klassíska krabbameinslyfjameðferð en þannig hefur fengist betri svörun en við klassískri krabbameinslyfjameðferð einni og sér. Stökkbreyting á erf›aefninu„Hringstiginn“ úr A-T-G-C

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.