Kraftur - 01.05.2003, Page 14
14 15
Ári› 1999 sept.
(trúartímabili›)
Ég stóð í þeirri staðföstu trú að
Íslendingar byggju við traust, ódýrt
og gott heilbrigðis- og tryggingakerfi.
Ég hafði blessunarlega aldrei þurft
að kynna mér það sjálfur, en alltaf
skilist að þetta væri í góðum höndum
traustra aðila. Ef óhöpp eða veikindi
herjuðu á fólk væri það tryggt í bak
og fyrir og fengi bestu fáanlegu
læknis- og fjárhagsaðstoð frá ríkinu.
Ég hafði staðfasta trú á því að
besta heilbrigðiskerfi heims myndi
taka á móti mér ef eitthvað bæri á.
Ári› 2000 maí
(vissutímabili›)
Ég hafði nýlokið
krabbameinsmeðferð, lyf og geislar
með meðfylgjandi hliðarverkunum.
Ein þessara hliðarverkun
veikindanna var að ég þekkti nú
heilbrigðiskerfið mun betur en ég
hafði áður gert.
Ég vissi fyrir víst að við eigum
frábæra lækna og hjúkrunarfólk, og
ekki bara það heldur allt starfsfólk
spítalanna sem ég hafði hitt og
allsstaðar fengið hjá því ljúfar
móttökur og margt samúðarbrosið
sem gladdi hjartað á erfiðum tímum.
En ég vissi líka fyrir víst að ég bý
ekki við ódýrt heilbrigðiskerfi og
tryggingakerfið var einfaldlega ekki
til staðar þar sem ég var of ungur til
að falla inn í einhvern vel skilgreindan
bótaflokk. En kerfið okkar er traust og
bjargaði lífi mínu í þessu ferli.
Þessir punktar hér að ofan og eru
merktir sem trú eða vissa eru saga
margra eftir því sem ég kemst næst.
Stjórnmálamenn segja okkur þetta
aftur og aftur við hvert tækifæri sem
gefst að heilbrigðiskerfið sé gott
og ég er sammála þeim í því. En
ódýrt er það ekki. Þegar ég segi
að það sé ekki ódýrt er ég að miða
við þau laun sem ég sjálfur á að
venjast sem iðnaðarmaður. Hvaða
laun sá maður miðar við sem segir
að heilbrigðiskerfið sé ódýrt geri ég
mér ekki grein fyrir en það hljóta
að vera sæmilegar
upphæðir.
Mig
hefur
lengi langað
að fara yfir
þann kostnað
sem liggur að baki
einu „hefðbundnu
krabbameinstilfelli”
eins og ég tel mig hafa gengið í
gegnum. Á þeim tíma þegar ég var
greindur kostaði blóðprufan 1.000
kr. skiptið og sneiðmyndataka 1.500
kr. skiptið. Viðtal við sérfræðing
var á bilinu 2.300 til 2.700 kr. og
greiða þurfti í hvert skipti sem
komið var til viðtals eða prufur
teknar. Auðvitað var þetta fljótt
að lækka eftir að afsláttarkorti var
náð en þá var hlutur minn 1/3 af
upphaflegri fjárhæð (t.d. 400 kr.
fyrir blóðprufuna). Tíðni heimsókna
á göngudeild er mismunandi eftir
einstaklingi og þeirri meðferð sem
hann/hún sækir og er það allt frá því
að koma alla virka daga til þess að
vera 2-3 í mánuði. Sjálfur kom ég í
lyf á tveggja vikna fresti og borgaði
mín gjöld í hvert skipti.
Ekki neitt stórar upphæðir í
hverjum mánuði en samt
fló nokkrar þar sem
innkoman var ekki til
staðar eins og
áður.
.
Trúnó og tryggingar
Er fljó›félagi› ekki
lengur samfélag?
Spyr sá sem ekki veit,
en enginn vill svara