Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 22
144 LÆKNABLAÐIÐ sýna megi látnum stéttarbræðr- um fullan sóma, með minn- ingargrein þótt nokkuð sé um liðið; sbr. æviminningar merkra manna, sem birtast t. d. í „And- vara“. Þegar um merka menn og milda starfsmenn er að ræða, má það teljast vel farið, að menn gefi sér góðan tíma til þess að taka saman æviágrip þeirra, en umfram það skal ekki mæla drættinum bót. 4) Fréttaflutningi Lbl. er að sjálfsögðu mjög ábótavant, en þær fréttir, sem blaðið var vant að flytja, svo sem cm- bættaveitingar, próf o. þ. k. eru æfinlega komnar áður í útvarpi og dagblöðum, Lögbirtinga- blaðinu o. fl. og liafa því misst gildi sitt, sem fréttir, þó má vel fallast á að þær eigi heima i Lbl. Tillaga dr. Á. Á., að geta þess um nýja lækna, „hverra manna þeir eru“, er svo ramm íslenzk og þjóðleg, að freistandi er að taka upp þennan sið, þótt bann tíðkist e. t. v. hvergi annars staðar. 5) Um „aðalerindi“ bréfrit- ara er það að segja, að rit- stjórn Lbl. telur það ekki sitt verksvið sérstaklega, að standa að útgáfu skrár „um helztu Iæknislyf“. Innan L. I. hefir verið kosin nefnd til þess að athuga möguleika á útgáfu Árbókar L. I. í svipuðu sniði og áður, en þá útgáfu annaðist áður sérstök nefnd með aðstoð lyfjafræðings og mun lyfjaskrá- in að mestu hafa verið hans verk. Það er mála sannast, sem dr. Á. Á. segir í bréfi sínu „að nú stendur ekkert á stöðugu um lyf og lyfjaefni“, og skrá um lyf gæti í ýmsum greinum orð- ið úrelt innan 2—3ja mánaða. Svo er helzt að sjá, sem æðsta ráð í innflutningi lyfja sé nú gjaldeyrisyfirvöldin, á svip- aðan hátt og þau stjórna inn- flutningi vísdómsins inn í landið, en læknar fái þar litlu um þokað. En hvað sem því líður þá vill núv. ritstjórn ekki taka að sér að sjá um útgáfu lyfjaskrár og breytinga á henni jafnóðum og þarf, og telur það standa öðrum aðilum nær. 6) Loks þykir ritstjórn Lbl. óþarft að bera kinnroða fyrir útgáfu heildarefnisskrár 30 fyrstu árg. Læknablaðsins, enda tókst svo giftusamlega til, að verkið vann sá maður, sem fær var um að leysa það af hendi með mikilli prýði. Margt er nú ófáanlegt úr gömlum árg. Lbl., efnisskrár einstakra árg. mis- jafnlega úr garði gerðar, og ó- líkt handhægara að leita á ein- um stað en 30 stöðum. Heild- arefnisskráin má því teljast góður fengur öllum, sem ísl. heimflda leita í læknisfræði. Ritstjórn Læknablaðsins. FélagsprentsmiÖjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.