Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 8

Læknablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 8
36 LÆKNABLAÐIÐ aneurysma í basis aortae, eöa þrengsli 1 þeim við herpandi mediastinitis eða tu- mora. B. Breytingar á lungna- arteriolum. 1. Primær lungna-art- eriosclerosis, endar- teriitis obliterans, jafnvel krampar þar, sem valda hyperten- sion í lungnahring- rásinni. 2. Stífla í lungnaæðum af thrombum, car- cinomafrumum, cho- rionepitheliomafrum- um, ova schistosoma Mansoni, ova bil- harzia, og „sickle cell“ anæmia. III, Anatomiskar breytingar á lungnavefnum. A. Primært lungna-emfys- em með eða án fibrosis. B. Primær lungnasjúk- dómur með sekundæv em- fysema og fibrosis. 1. Lungnaberklar. 2. Pnéumoconiosis, a. Silicosis. b. Anthracosis. 3„ Bronchiectasis. 4. Asthma bronchiale. 5. Interstitiel lungna- fibrosis af ýmsum uppruna. 6. Lungna-cystur, tu- berös sclerosis í lungnavefnum og sullir í lungum. Segja má, að langvinnt ob- structivt lungna-emfysem, annaðhvort primært eða mjög útbreitt við ýmsar lungnavefs- breytingar, sé tíðasta orsök cor pulmonale chron. Greining sjúkdóms: Gangi sjúkdómsins í sjúk- lingum þessum má skipta í tvö tímabil: Það fyrra stendur venjulega mörg ár, og ber þá aðeins á lungnaeinkennum, og það síðara, sem varir skemur en hið fyrra, þegar bera fer á einkennum um ofraun eða bil- un á hægri hjartahelming., Á fyrra tímabilinu eru sjúk- dómseinkenni svo sem hósti, uppgangur, mæði, hjartslátt- ur, sem staðið hafa oft í mörg ár. Stundum blóðhósti, einkum við útbreiddar bronchiectasiae, auk þess cyanosis, en sjaldnar polycythæmia og kúptar eða úrglerlaga neglur, fyrr en sjúk- dómur er langt genginn. Á síðara tímabilinu koma áköf hjartsláttarköst með þrýsting (oppression) í brjósti, jafnvel við lítilfjörlegar hreyf- ingar, þó án hinna einkenn- andi verkja angina pectoris. Auk þess einkenni um hjarta- insufficiens, svo sem víkkaðar æðar á hálsi, stækkuð, aum lif- ur, bjúgur á fótum. Einnig finnst aukinn þrýstingur í oln- boga-venum við mælingu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.