Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1950, Síða 12

Læknablaðið - 01.06.1950, Síða 12
40 LÆKNABLAÐIÐ Morbus cordis mitralis: Hér ber mjög aS taka tillit til, ef sjúklingur hefir fengið liða- gigt með hjartaóþægindum, auk þess sem diastoliska ó- hljóðið yfir mitral-lokunum er einkennandi fyrir þennan hjartasjúkdóm. í þeim tilfell- um, sem það vantar, og þar sem er hin svokallaða „mitral- lögun“ á hjartanu á röntgen- mynd, þ. e. mittið á vinstri hlið hjartaskuggans útmáð og jafn- vel útbungandi, sést að þessi útbungun situr neöar á hjart- anu en útbungun á pulmonal- boganum. — Hjartaskugginn verður meira þríhyrningslaga. Ef sést hefir stækkun á vinstra atrium aftur á við, sem bezt finnst með því að fylla vélindað með kontrastefni, en auk þess einkenni um perifer lungna- stasis, og arrythmia perpetua, verður stenosis mitralis ekki erfið til aðgreiningar, þar eð þrjú síðastnefnd symptom finnast ekki við venjulegt cor pulmonale chronicum. Meðfœddir hjartasjúkdómar. Til aðgreiningar koma: Maladie de Roger (intraven- trikulær septumdefekt). Hjart- að er venjulega eðlilega stórt, en það heyrist stundum hátt skrapandi systolisk óhljóð, sem er einkennandi fyrir meðfædda hjartasjúkdóma. í þeim fáu til- fellum, sem septum-gallinn er svo stór, að fram kemur auk- inn þrýstingur 1 lungnahring- rásinni, getur komið töluverð stækkun á hægri hjartahelm- ing, og mjög mikil víkkun á pulmonal-bogann, ásamt cy- anosis. Lutenbachers Syndrom (int- eraurikulær septum-galli og stenosis mitralis). Þessir með- fæddu gallar valda geysilegri stækkun á hægra hjartahelm- ing og víkkun á arteria pulm- onalis, sem aðeins sést við hin fáu tilfelli af aneurysma í trun- cus arteria pulmonalis. Ductus arteriosus persistens. Hjá mörgum þessara sjúkl- inga sést töluverð útbungun á pulmonalboganum á röntgen- mynd, sem afleiðing af að blóð- ið, vegna meiri þrýstings í aorta, spýtist gegnum ólokað- an ductus arteriosus yfir í truncus art pulmonalis. Hið klassiska ,,vélahljóð“, sagandi óhljóð bæði í systolu og dia- stolu, sem oft heyrist við þenna hjartagalla, er hin bezta vís- bending um rétta diagnosis. Eisenmengers Syndrom. Hér finnst septum-galli, dex- troposition á aorta, og cyanosis í nokkrum hluta tilfella. Það eru þau cyanotisku, sem sér- lega er erfitt að greina að frá cor pulmonale chronicum. Röntgenologiskt er þetta tvennt hvort ööru líkt. Cyanosis við Eisenmengers Syndrom

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.