Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 16

Læknablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 16
44 LÆKNABLAÐIÐ sjúkdóms, saltlítinn mat meS minnkuðu vökvamagni á sól- arhring. Þegar polycythæmia er til staðar, er ráðlegt að gjöra venesectio, og tæma út 500 mh eða meira. Súrefnisgjöf er sérlega mik- ilsvirði, og forðar oft þessum ,,svörtu hjartasjúklingum“ frá bráðum bana. Þarf stundum aö gefa þessa meðferð síðustu mánuðina, sem sjúklingurinn lifir. Eins og áður er getið, eru sjúklingar þessir á síðasta ævi- skeiði sínu óvenju mjög kvald- ir og eirðarlausir sökum önd- unarerfiðleika. Auk þess oft sljóir og slær út í fyrir þeim vegna súrefnisskorts í heila. Gæta verður hinnar mestu var- kárni við að gefa öll sedativa. Ég margundirstrika, að morfin er stórhættulegt, og má alls ekki gefa það þessum sjúkling- um, því að það veldur dauða þeirra. Hefi ég órækar sannan- ir þess við rannsóknir mínar á þessum hjartasjúkdómi, að fái sjúklingur með cor pulmonale chronicum morfin, verður hann fljótlega meðvitundar- laus, með öra yfirborðsöndun og aukna cyanosis. Það er ekki hægt að vekja hann, og hann deyr venjulega á nokkrum klukkustundum í respirations- insufficiens. Eins og kunnugt er, hefir morfin hindrandi á- hrif á öndunina, en þó ekki að neinu ráði venjulega, nema hjá sjúklingum með cor pulmonale chronicum af alls konar upp- runa, einnig þeim, sem engar lungnavefsbreytingar hafa, þ. e. ,,primær“ hypertensio í lungnahringrásinni. Almennt mun læknum ekki kunn þessi mikla hætta af mor- fini fyrir slíka sjúklinga, og hún er þeim mun viðsjárverð- ari, þar eð morfin er mjög á- kjósanlegt lyf við bilun á vinstri hjartahelming, og t. d. ómissandi við lungna-ödem. Komi læknir til sjúklings, sem í mörg ár hefir þjáðst af lungnasjúkdómi t, d. asthma eða bronchitis, og sjúklingur er mjög þjáður má ekki grípa til morfinsins. Hægt er að veita sjúklingi góða hvíld t. d, með injektion af pethidine hydro- chloricum eða líkum efnum, sem eru nú sem óðast að koma fram. Heimildir: Sig, Samúelsson: Cor pulmonale chronicum. Disp. Einar Munks- gaard, Kaupm.höfn, 1950.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.