Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 18
46 LÆKNABLAÐIÐ hafa vitað lengi vel. Hann lék á hljóðfæri, stjórnaði karlakór í héraði sínu við góðan orðstír og samdi allmörg sönglög við eigin texta og annarra. „Fimmtán lög fyrir karlakór“ komu út eftir hann og munu þó hvergi nærri öll kurl hafa komið þar til grafar. Læknisstarfið hygg ég að hann hafi rækt af trúmennsku, en illa gekk honum, sem mörg- um góðum mönnum öðrum, að sætta sig við einangrun og lé- legar aðstæður í afskekktu hér- aði. Mér er löngum í minni bréf, sem hann skrifaði mér frá Hesteyri. Það var neyðai'óp manns, sem þráir að fylgjast með nýjungum og auka við þekkingu sína, en finn^t hann í þess stað vera að forpokast mitt í nýhöfnu starfi. Að vísu var bréfið hálfkæringslegt gaman að formi, en grunur minn er sá, að því gamni hafi fylgt eigi lítil alvara. Skarphéðinn eignaðist góða konu og fríða, Láru Sesselju Björnsdóttur, og lifa fjögur börn þeirra. Ég held varla of- mælt, að hún hafi leyst hið örð uga hlutverk lækniskonunnar af hendi með þeirri sæmd, sem ætti fremur skilið að geymast en gleymast. Þórarinn Guðnason. Tilkynning frá Læknafélagi íslands. Brezka læknafélagið hefir nýlega stofnsett leiðbeininga- skrifstofu fyrir útlenda lækna, sem ætla sér að ferðast til Bret- lands eða dvelja þar um tíma. í tilefni af því hefir félagið gef- ið út tilkynningu, sem það mæl- ist til, að verði birt 1 Lækna- blaðinu, og fer hún hér á eftir: BRITISH MEDICAL ASSOCIATION. International Medical Visitors’ Bureau — London. The British Medical Associa- tion has established an Inter- national Medical Visitors’ Bur- eau in order to provide a per- sonal advisory service to medi- cal practitioners visiting the United Kingdom from coun- tries outside the British Com- monwealth (for medical practi- tioners visiting the United Kingdom from countries within the British Commonwealth a similar service has been provi- ded for some time by the Brit- ish Medical Association in its Empire Medical Advisory Bur- eau). The International Medi- cal Visitors’ Bureau is located at British Medical Assosiation House, Tavistock Square, Lond- on, W. C. 1. ’Buses numbered 68 and 77 pass the door and the nearest underground railway

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.