Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. október 2013 Fréttir Fimmtudaginn 19. september sl. útskrifuðust tíu nemendur frá Asíu og Afríku úr sex mánaða námi við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Athöfnin fór fram í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands að Keldnaholti í Reykjavík þar sem skólinn er til húsa og meginhluti námsins fer fram, en auk Landbúnaðarháskólans kemur Landgræðsla ríkisins að rekstri skólans, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Landgræðsluskólinn er hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem finna má víðsvegar um heiminn en höfuðstöðvar hans eru í Japan. Auk Landgræðsluskólans starfa þrír aðrir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi; Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegs skólinn og Jafnréttis- skólinn. Allir skólarnir bjóða árlega upp á um 6 mánaða nám fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndum og eru skólarnir fjármagnaðir af íslenska ríkinu sem hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Við útskriftarathöfnina flutti utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, ræðu þar sem hann undirstrikaði mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar á heimsvísu ásamt mikilvægu hlutverki Landgræðsluskólans í að taka á þeim áskorunum. Ráðherrann fagnaði einnig nýrri jafnréttisstefnu Landgræðsluskólans sem tók gildi sl. sumar. Auk utanríkisráðherra tóku til máls Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans, og Sveinn Runólfsson, formaður stjórnar skólans, ásamt tveimur útskriftarnemum: Enock Ssekuubwa frá Úganda og Tserennadmid Bataa frá Mongólíu. Aðrir nemar komu frá Gana, Eþíópíu, Níger, Namibíu og Kirgistan, fimm konur og fimm karlar. Grasrót – skapandi samfélag, við Hjalteyrargötu 20 á Akureyri, þar sem skrifstofur Slippsins voru til húsa á árum áður, verður með opið hús og matarmarkað í húsakynnum sínum næstkomandi laugardag, 5. október, frá kl. 11 til 17. Yfir 30 einstaklingar eru með vinnustofur hjá Grasrót og fást þeir við margvíslega hluti, handverk af ýmsum toga er áberandi, listmálun, fatasaumur, eldsmíði og tréskurður svo eitthvað sé nefnt. Sigurlaug Leifsdóttir, verkefnastjóri Grasrótar, segir að flestar vinnustofur verði opnar og gefist gestum kostur á að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu. Til viðbótar verður svo matarmarkaður á efstu hæð hússins þar sem hægt verður að kaupa varning eins og nautakjöt, harðfisk, kartöflur, geitakjöt, sauðaís, býflugnahungang, hrökkbrauð, konfekt, pestó, sultur og brauð, te og fjallagrös. „Nánast allur varningur sem boðin verður til sölu á matarmarkaði okkar er héðan úr héraðinu, Eyjafirði,“ segir Sigurlaug. Flestir þeir sem bjóða vörur til sölu eru innan samtakanna Beint frá býli og munu framleiðend- um kynna sínar vörur fyrir gestum og gangandi. Í boði góð aðstaða gegn vægu gjaldi Grasrót – skapandi samfélag hefur starfað á Akureyri undanfarin ár með því markmiði að vera vettvangur fyrir áhugasamt fólk sem vill fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar með litlum tilkostnaði. „Miðstöðin er vettvangur fyrir alla í líflegu umhverfi þar sem fólk getur komið saman og unnið að skapandi verkefnum á sviði iðnaðar, þjónustu og menningar,“ segir Sigurlaug. Hjá Grasrót gefst fólki kostur á að leiga ódýra aðstöðu fyrir þá starfsemi sem það stundar. „Við höldum kostn- aði í lágmarki þannig að fólk þarf ekki að leggja út í mikinn stofnkostnað. Stundum er mikill kostnaður því fylgjandi að leigja aðstöðu og getur verið þröskuldur fyrir þá sem eru að þróa sig áfram í starfi,“ segir hún. Í miðstöðinni er einnig aðstaða fyrir félagasamtök og einstaklinga sem þurfa aðstöðu til að starfrækja áhugamál sín, svo lengi sem starf- semin rímar við aðra starfsemi sem þar fer fram og viðkomandi eru virkir þátttakendur. Áhersla er lögð á endur- nýtingu og gjörnýtingu. Starfsmaður Grasrótar aðstoðar við söfnun efnis, fræðslu og hugmyndavinnu. „Það að geta gengið inn í skap- andi samfélag og orðið hluti af því er mikilvægt fyrir þá sem eru að þróa og byggja upp sína eigin framleiðslu. Reynslan, þekkingin og hugmynd- irnar sem safnast saman á svona stað er ómetanlegur fjársjóður sem marg- faldast þegar honum er deilt og verður sjálfkrafa mikilvægur stuðningur við frumkvöðla,“ segir Sigurlaug. Í fyrstu viðbrögð við efnahagshruni Grasrót var upphaflega stofnuð sem viðbragð við efnahagshruninu og miklu atvinnuleysi í kjölfar þess. Strax fór af stað mikið samstarf við Vinnumálastofnun og óhætt er að segja að Grasrót hafi átt mikinn þátt í því að viðbrögð stofnunarinnar á Akureyri voru mjög öflug og höfð til fyrirmyndar á landsvísu. Stór þáttur í hugmyndafræðinni er að bjóða upp á skapandi samfélag þar sem allir eru jafnir og nýta styrkleika hvers annars. Stefnt er að því að miðstöðin verði til þess að auka fjölbreytnina í afþreyingar- og verslunarflóru bæjarins og að hún verði miðpunktur hönnunar og framleiðslu úr héraði og þannig mikilvægur hluti af upplifun ferðamanna sem til bæjarins koma. Matarmarkaður hjá Grasrót á Akureyri: Sauðaís, fjallagrös, hrökkbrauð og býflugnahunang í boði Réttarstörfum er nú að mestu lokið á landinu og eru allar fjárréttir afstaðnar þrátt fyrir að veður og veðurspá hafi riðlað réttarhaldi víða. Enn eru þó eftir sex stóðréttir í Skagafirði, Eyjafirði og Vestur- Húnavatnssýslu og má sjá þær hér að neðan. Enn sem fyrr brýnir Bændablaðið fyrir fólki sem hefur hug á því að halda í stóðréttir að hafa samband við heimamenn til að fá tímasetningar staðfestar. Stóðréttir haustið 2013 Stóðréttir haustið 2013 Deildardalsrétt í Skagafirði laugardagur 5. október Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardagur 5. október Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardagur 5. október Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardagur 5. október kl. 10 Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardagur 12. október kl. 10 Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardagur 12. október kl. 13 Sauðfjárbændur í Grýtubakka- hreppi fóru í seinni göngur um þarsíðustu helgi, 21. og 22. september síðastliðinn. Lagt var af stað eftir að snjómoksturstæki höfðu verið ræst en moka þurfti Leirdalheiði áður en gangnamenn héldu af stað í göngur. Talið er að nú sé jafnvel meiri snjór á heiðinni en í seinni göngum í fyrra en menn frá björgunarsveitinni á staðnum fóru á vélsleðum og aðstoðuðu bændur við leitina. Afleitt færi „Þetta gekk bara vel,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi í Grýtubakkahreppi og formaður Félags sauðfjárbænda. Hann segir að menn hafi ýmist farið gangandi, á hestbaki eða á snjósleðum til leitar. „Og færið var afleitt, hvernig svo sem ferðamátinn var,“ segir hann. „Fé var rekið óvenjuseint á afrétt í sumar, komið var fram undir mánaða mót júní-júlí þegar loks var hægt að komast í Fjörður vegna snjóa. Spurður um hvort bændur í héraði séu ekki orðnir leiðir á miklum snjóþyngslum svarar Þórarinn: „Nei, aldrei. Þetta er bara svona og við því er ekki neitt að gera. Það verður bara að spila úr þeim aðstæðum sem í boði eru hverju sinni.“ Um Fjörður Fyrir þá sem ekki þekkja til staðhátta er það sem nefnt er Fjörður samheiti yfir fleiri en einn fjörð austan Kaldbaks við austanverðan Eyjafjörð. Það er eitt af mörgum tilkomumiklum fjöllum á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Á milli þeirra eru gróskumiklir dalir, sem voru byggðir á fyrri öldum, en eru allir komnir í eyði. Úti fyrir mynnum dalanna eru víkur fyrir opnu hafi, Keflavík vestast og síðan Þorgeirsfjörður og Hvalvatnsfjörður. Með undirlendinu sem fylgir þeim kallast þeir í einu lagi Fjörður. Til að komast út að sjó í Hvalvatnsfirði þarf að fara um jeppa- veg yfir Leirdalsheiði og Hávörður, samtals um 27 kílómetra leið frá Höfðahverfi við Eyjafjörð. /MÞÞ Gengið í Fjörður: Ryðja þurfti leiðina fyrir gangnamenn Hestarnir voru sannarlega þarfasti þjónninn þegar farið var í göngur í Fjörður, enda illfært öðrum fararskjótum. Mynd / Þórarinn Ingi Pétursson Mikill snjór var á heiðinni þrátt fyrir að enn væri nokkuð eftir af september mánuði. Mynd / Guðni Sigþórsson Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi: Tíu nemendur frá Asíu og Afríku útskrifaðir Sigurlaug Leifsdóttir, verkefnastjóri Grasrótar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.