Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. október 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Krónur og dómar: Íslenskt sýningasumar 2013 Pétur Halldórsson Hrossaræktarráðunautur hjá Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins Sýningasumarið 2013 var stofnað til 18 kynbótasýninga hrossa vítt og breitt um landið auk fjórðungsmóta á Austur- og Vesturlandi. Minnstar voru fyrri vorsýning á Selfossi, 11 hross, og síðsumarssýning á Miðfossum, 14 hross. Stærstar urðu héraðssýning á Gaddstaðaflötum, 286 hross, héraðssýning á Vesturlandi, 217 hross, og seinni vorsýning á Selfossi, 216 hross – sjá Töflu I. Skráning hrossa á sýningar var nú með breyttu sniði og fór öll gegnum nýtt kerfi í W-Feng. Þetta nýja fyrirkomulag gekk framar öllum vonum og hefur án vafa sparað bæði tíma og peninga í aðdraganda allra sýninga. Utanumhald og framkvæmd var nú í fyrsta sinni á hendi nýstofnaðs fyrirtækis, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), í stað einstakra búnaðarsambanda svo sem áður var. Gjaldtaka fyrir dóma var óbreytt frá fyrra ári (2012), þ.e. kr. 18.500 fyrir fullnaðardóm en 13.500 fyrir byggingardóm/ reiðdóm. Sýningagjöld á Íslandi eru skilgreind í Töflu II. Sýningar erlendis Nú er það svo að íslensk hross eru sýnd og dæmd vítt og breitt um heiminn ár hvert. Í sýningaskrá W-Fengs er að finna dómsniðurstöður frá 63 sýningum í 11 löndum, fyrir árið 2013. Óformleg könnun á gjaldtöku fyrir dóma í nokkrum löndum gefur eftirfarandi niðurstöðu miðað við gengisskráningu þann 5. sept. 2013: Tafla III Ljóst er af fjöldatölum dæmdra hrossa að Ísland dregur vagninn og skapar langstærstan hluta þeirra gagna sem liggja til grundvallar alþjóðlegu kynbótamati í hrossarækt. Það er í sjálfu sér gleðilegt og staðfestir enn sem fyrr þá miklu ástríðu og metnað sem einkennir íslenska ræktendur. Talsverður breytileiki er í sýningagjöldum milli landa svo sem taflan ber með sér. Stærstu breyturnar þar eru að líkindum mismunandi aðstöðugjöld (vallarleiga), laun og ferðakostnaður dómara og aðkeypts starfs-fólks, stærð sýninga og sá fjöldi hrossa sem kostnaður dreifist á. Áfram veginn... Það er lykilatriði í öllu okkar sameigin lega starfi að ná sem flestum gripum til dóms. Sýninga- gjöld mega aldrei verða flöskuháls sem takmarkar aðsókn og þátttöku. Gjöldin eiga að endur spegla raunkostnað í hvívetna. Kynbóta- dómar eru þjónustustarf og framboð sýninga á að lúta eftirspurn í einu og öllu m.t.t. tímasetninga viðburða og staðsetningar þeirra, innan heilbrigðra hagkvæmnimarka. Fagráð í hrossarækt setur niður sýningaáætlun fyrir íslenskar kynbótasýningar og sú áætlun liggur að jafnaði fyrir snemma á nýju ári. Í þessu tilliti er eftirtektarvert hversu smáar fyrstu vorsýningar á Íslandi hafa verið undangengin ár. Nýr framkvæmdaraðili (RML) þarf að greina, þegar öll rekstrargögn sýninga 2013 liggja fyrir, hvar skynsamleg neðstu fjöldamörk liggja til að setja á sýningu. Reynsla undangenginna ára undirstrikar að eftirspurn eftir sýningum er hverfandi lítil fram yfir miðjan maímánuð en þá vex hún bratt. Þegar nálgast mánaðamót maí-júní verður eftirspurninni engan veginn mætt nema með því skipulagi sem þróað hefur verið, þ.e. að hafa tvær dómnefndir að störfum á stærri sýningum, dæma 70 hross á dag í stað 35. Miðsumarssýningar um og eftir miðjan júlí eru vonandi komnar til að vera sem einn af mörgum sýningamöguleikum ræktenda; hvort heldur sem er á landsmótsári eins og nú fer í hönd eða „milli- mótaári“. Hér gildir að eðlilegt er að bjóða upp á möguleikann og láta skráningu ráða aðgerðum. Nýliðið sýningasumar var opnað fyrir skráningu á velflestar sýningar strax á vordögum, gegnum W-Feng. Sami háttur verður hafður á komandi vori. Skráning í tíma einfaldar mjög allt skipulag, mönnun og undirbúning. Það er ráðandi en vondur plagsiður að skrá til dóms á síðasta korteri síðasta skráningardags – eða að treysta á framlengdan skráningarfrest. Það græða allir ef þessi vani verður aflagður. Það er veisla fram undan á komandi vori og landsmótssumri. Stórar vonir og væntingar fylgja okkur inn í veturinn. Sameiginleg ástríða fyrir íslenskri hrossarækt er það afl sem knýr starfið allt. Pétur Halldórsson hrossaræktarráðunautur. RML, Hvolsvelli. Sími 487-1513 / 862-9322 / petur@rml.is Kynbótasýningar 2013 Tafla I Alls hross Fulln./Reiðd. B.dómar Sauðárkrókur, fyrri. 15 12 3 Selfoss, fyrri. 11 5 6 Víðidalur 37 27 10 Sörlastaðir 67 57 10 Selfoss, seinni. 216 172 44 Gaddstaðaflatir 286 237 49 Akureyri 27 22 5 Hvammstangi 28 26 2 Sauðárkrókur, seinni. 115 103 12 Fljótsdalshérað 20 17 3 Melgerðismelar 66 52 14 Miðfossar 217 180 37 Gaddst.fl., miðsumarss. 191 171 20 Miðfossar, síðsumarss. 14 14 0 Blönduós, síðsumarss. 25 20 5 Gaddst.fl., síðsumarss. 155 128 27 Skagafjörður, síðsumarss. 34 28 6 Dalvík, síðsumarss. 28 28 0 1.552 1.299 253 Sýningagjöld, kynbótasýningar hrossa 2013 Gengisskráning 5. sept. 2013 Fullnaðardómur Byggingardóm. Hæfileikad. Austurríki, AT IS kr 24.078 11.236 (3 - 28 - 21) EUR 150,0 70,0 USD 198 93 Kanada, CA IS kr 41.270 23.661 (1 - 20 - 4) EUR 257,1 147,4 USD 340 195 Sviss, CH IS kr 32.570 / 26.052 13.034 *Stóðh. / Hryssur-Geld. (1 - 10 - 6) EUR 202,9 / 162,3 81,2 *Stóðh. / Hryssur-Geld. USD 268 / 215 107 *Stóðh. / Hryssur-Geld. Þýskaland, DE IS kr 22.954 13.323 22.954 (12 - 418 - 35) EUR 143 83 143 USD 189 110 189 Danmörk, DK IS kr 44.897 / 40.660 32.762 / 20.033 *Stóðhestar / Hryssur. (3 - 128 - 47) EUR 279,7 / 253,3 204,1 / 124,8 *Stóðhestar / Hryssur. USD 370 / 335 270 / 165 *Stóðhestar / Hryssur. Ísland, IS IS kr 18.500 13.500 13.500 (18 - 1.299 - 253) EUR 115 84 84 USD 152 111 111 Holland, NL IS kr 27.288 / 13.644 13.644 / 6.020 *Stóðh. / Hryssur-Geld. (1 - 26 - 4) EUR 170,0 / 85,0 85,0 / 37,5 *Stóðh. / Hryssur-Geld. USD 225 / 112 112 / 50 *Stóðh. / Hryssur-Geld. Svíþjóð, SE IS kr 44.304 33.228 44.304 (7 - 229 - 43) EUR 276 207 276 USD 364,9 273,7 364,9 Bandaríkin, US IS kr 30.355 - 48.568 12.142 - 30.355 *Á bilinu... háð hrossafjölda. (1 - 11 - 5) EUR 189 -303 76 - 189 *Á bilinu... háð hrossafjölda. USD 250-400 100-250 *Á bilinu... háð hrossafjölda. * Í svigum: Fjöldi sýninga sem lokið er þann 17. sept. 2013 - fjöldi fulln./reiðd. - fjöldi byggingardóma. Byggt á svörum W-Fengsskrásetjara í Evrópu og Ameríku vor og haust 2013 Nú líður að vetri með válynd veður og rafmagnsleysi LEDperur ehf. er með til sölu hleðslu kastara sem hægt er að nota í 6 klst. á hleðslu. Þá bjóðum við ORKUbanka sem er lítið tæki sem notar 4AA rafhlöður til áfyllingar farsíma 4-5 sinnum. 10W kastari sem gefur frá sér 900lm. og dugar í 6 klst. á hleðslu kr. 14.900.- 20W kastari sem gefur frá sér 1800lm og dugar í 6 klst. á hleðslu kr 33.900.- 30W kastari sem gefur frá sér 3000lm. og dugar í 6 klst á hleðslu kr. 54.600.- 50W kastari sem gefur frá sér 5000lm. og dugar í 5 klst. á hleðslu kr. 63.000.- Þá er hægt að fá 20W kastarann í tösku og kostar það saman kr. 54.500 ORKUbankinn með 4AA rafhlöðum kr. 2.500 LEDperur ehf. – Lýsandi sparnaður UPPLÝSINGAR Í SÍMA: 445-2600 og 663-8172 asgeir@ledperur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.