Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. október 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hægeldaður lambabógur og ljúffengur ábætir Hægelduð pottsteik › ½ lambaframpartur á beini › salt › nýmalaður pipar › 5 greinar af garðablóðbergi › 5 greinar af rósmaríni › 10-15 hvítlauksgeirar Aðferð: Hitið ofninn í 60 °C. Kryddið lambaframpartinn með salti og pipar og setjið í ofnpott. Leggið helminginn af kryddjurtunum og hvítlauknum undir frampartinn og afganginn ofan á. Setjið í ofninn og bakið í 24 klst. Takið þá kjötið úr ofninum og hækkið hitann í 200 °C. Setjið frampartinn aftur í ofninn í 5 mín. eða þar til hann er orðinn fallega brúnaður. Það má gjarnan hafa fjölbreyttara grænmeti í pottinum, t.d. gulrætur, blómkál, chili, papriku eða lauk. Berið fram með nýjum kartöflum. Bakaður hvítmygluostur með hindberjum › 1 stk. Gullostur, Auður eða annar hvítmygluostur › nokkur hvítlauksrif › 50 ml góð ólífuolía › 1 msk. hindberjasulta › 1 askja hindber › stökkt kex eða brauð Aðferð: Gatið ostinn og hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Stráið fínt sneiddum hvítlauk yfir ásamt nýmuldum pipar. Þá er osturinn bakaður við 170 °C gráður í 5-10 mín. Setjið sultu ofan á ostinn eftir eldun ásamt ferskum hindberjum. Framreiðið í bréfinu með brauði eða stökku kexi að eigin vali. Gott er að nota bakaða ostinn sem ídýfu með brauði, hindberjum og hunangi. Ásmundur og Matthildur hófu árið 1995 búskap á Hlemmiskeiði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með 20 kýr, nokkrar kindur og hross. Árið 1999 fluttu þau að Norðurgarði í sömu sveit og hafa verið að bæta jafnt og þétt við bústofninn og framleiðslurétt í mjólk. Býli? Norðurgarður. Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Ábúendur? Ásmundur Lárusson og Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru fjögur. Árný Fjóla Ásmundsdóttir, 22 ára, leikskólastarfsmaður í Reykjavík, Hannes Orri, að verða 17 ára, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Bergsveinn Vilhjálmur 12 ára og Elín Ásta 9 ára. Stærð jarðar? 185 hektarar. Gerð bús? Kúabú, grísauppeldi og jólatrjáarækt á byrjunarstigi. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 120 nautgripir, þar af um 56 mjólkurkýr, 17 hross, þrjár læður sem hver um sig á sitt umráðasvæði, 320 grísir í húsi og tveir gælugrísir sem hafa gengið frjálsir um hlaðið í sumar ásamt fimm íslenskum hænum, einum sperrtum hana og kanínunni Dropa. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Vinnudagarnir eiga það til að verða langir og fjölbreyttir en viðfangs efnin miðast við árs tíma og hvað liggur fyrir hverju sinni. Venjulega hefst vinnudagurinn á mjöltum og umhirðu kálfa. Síðan taka við verkefni eins og gjafir, skít mokstur, þrif, viðhald á húsum, ýmsar lagfæringar og snúningar – en í mismunandi hlut föllum eftir þörf og aðstæðum hverju sinni. Oftast lýkur vinnu deginum á mjöltum yfir vetrar tímann en sumar kvöldin eru gjarnan nýtt til ýmissa verka sem ekki hafa rúmast innan vinnu ramma dagsins. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Í sjálfu sér eru engin bústörf leiðinleg, þau eru bara misskemmtileg, en ætli sláttur á góðum sumardegi, þegar uppskeran er góð, sé ekki meðal skemmtilegustu bústarfanna. Það er reyndar alltaf dapurlegt að fást við veikar skeppnur og missa bústofn. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það eru svo sem engar stórkostlegar breytinagar á dagskránni en ætli búskapurinn verði ekki bara svipaður og nú en vonandi þó einhverjar endurbætur að mjaltaaðstöðu. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þar sem bændum hefur fækkað mikið undanfarin ár er mikilvægt að þeir sem eftir standa séu virkir í félagsmálum bænda, en það þarf virkilega að stækka hóp bænda sem eru sýni- legir og virkir. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Við erum bjartsýn og höfum þá trú að íslenskum landbúnaði muni vegna vel í framtíðinni ef bændur og þjóðin spila rétt og hjálpast að við að standa vörð um hann. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að stefna ætti á úflutning í sem flestum búvörum um 10-20% umfram innanlandsframleiðslu en jafnframt passa upp á að sinna vel innanlandsmarkaði sem fer stækk- andi með aukningu erlendra ferða- manna. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísskápurinn er alltaf fullur af mat því ef einhvers staðar glittir í auðan blett er húsmóðirin rokin í kaupstað, en allra síst má vanta ost, smjörva og grænmeti. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hér ætti líklega að standa nautakjöt og svínakjöt úr eigin framleiðslu. Um þessar mundir er það reyndar nauta- carpaccio og humar sem nýtur mestra vinsælda hjá eldra fólkinu á heimilinu og lasagna hjá þeim yngri – sem og flest sem gert er úr nautahakki. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsta stóra flóðið sem við fengum yfir okkur eftir að við hófum búskap hér í Norðurgarði, en það var árið 2006 og fjölmargir bæir á Skeiðum urðu umflotnir vatni. Við þurftum að flytja hross á öruggt landsvæði, rúllur flutu burt, girðingar skemmdust og vatn flaut inn í byggingar. Norðurgarður Fjölskyldan öll saman komin. MATARKRÓKURINN - BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Gamli steikarpotturinn hefur ekki misst sjarmann, hvorki í ofni eða á útigrilli. Á haustin er tilvalið að útbúa kraftmikla kjötrétti og leyfa nýju rótargrænmeti að njóta sín með. Nú ætlum við að hægelda lambabóg. Grænmetið og kjötsafinn samlagast í fullkomna sósu og svo skemmir ekki að gefa þessu góðan tíma á lágum hita, þá verður kjötið meyrt og gómsætt. Við útbúum síðan einfaldan eftirrétt úr íslenskum osti sem ljúffengt er að gæða sér á eftir vel heppnaða máltíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.