Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. október 2013 Brúarsmiðjan, sem margir bændur þekkja orðið af góðu, er orðin rúmlega eins árs. Fyrirtækið var stofnað í júlí á síðasta ári af Margréti Sveinbjörnsdóttur menningar miðlara – sem einnig gegnir starfsheitinu brúarsmiður. Hún er með góða tengingu við sveitina enda Þingvellingur að uppruna en býr nú í vesturbæ Reykjavíkur. Margrét segir að starfsemin hafi staðið vel undir væntingum og mörg spennandi verkefni fram undan. Markmið Brúarsmiðjunnar er að byggja brýr á milli menningar og ferðaþjónustu, veita ráðgjöf um menningarmiðlun og hágæðamenningarferðaþjónustu – og miðla menningu á lifandi, áhugaverðan og vandaðan hátt, með áherslu á upplifun, gagnvirkni, gæði og skemmtimenntun. Hugsunin er hvort tveggja að veita öðrum ráðgjöf við miðlun menningar og að miðla sjálf, með því að setja upp frá grunni sýningar, viðburði og ýmsar eftirminnilegar upplifanir. Ágætt dæmi um slíkar sýningar er sýningin Ljósan á Bakkanum sem hefur verið í Húsinu á Eyrarbakka í sumar. Segir Margrét að sú sýning eins og mörg fleiri verkefni Brúarsmiðjunnar hafi verið unnin í nánu samstarfi við fyrirtækið PORT hönnun sem rekið er af Eddu V. Sigurðardóttur. Margrét lauk meistaraprófi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands haustið 2011. Hún er auk þess með cand. mag.-gráðu í norrænum málum og bókmenntum frá Árósaháskóla með hagnýta fjölmiðlun frá Háskóla Íslands sem aukagrein. Þá hefur hún lokið diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands, auk Brautargengisnámskeiðs hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Mikil tækifæri í sveitunum Tíðindamaður Bændablaðsins hitti Margréti og Eddu að máli í Café Flóru í Laugardalnum fyrir skömmu. Greinilegt var á þeirra orðum að mikil tækifæri liggja í faglegri uppbyggingu menningarferðaþjónustu í sveitum landsins. Þær segja að samstarf þeirra hafi í raun byrjað nánast fyrir tilviljun en verið afskaplega farsælt síðan. Upphaf samstarfsins var í landbúnaði „Eitt fyrsta verkefnið sem við unnum saman var reyndar löngu áður en ég stofnaði Brúarsmiðjuna. Það er gaman að segja frá því að það verkefni var útlitshönnun og kynningarmál fyrir Landbúnaðarsýninguna á Hellu sumarið 2008, sem við unnum fyrir Búnaðarsamband Suðurlands,“ segir Margrét. „Í vinnu minni þarf ég oft á grafískum hönnuðum að halda og leita þá auðvitað til þeirra sem ég þekki og treysti,“ segir Margrét. „Sama á við hjá mér,“ segir Edda. „Við leitum til sérfræðinga varðandi þætti eins og textasmíði og annað sem aðrir kunna betur en við. Frá sam- starfinu við sýninguna á Hellu höfum við mikið verið að vinna saman, m.a. með bændum, og náð góðri tengingu við sveitina.“ Grafíski hönnuðurinn Edda er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur auk þess meistaragráðu í auglýsingahönnun frá Syracuse- háskóla. Hún starfaði sem yfirhönnuður hjá bókaútgáfunni Houghton Mifflin Publishing í Boston um árabil og síðar sem framkvæmdastjóri hönnunarsviðs hjá bandaríska hönnunar- og útgáfufyrirtækinu Mazer Creative Services. Edda stofnaði PORT hönnun í mars 2008 en á þó engan heiður að hönnun efnahagshrunsins á Íslandi sjö mánuðum seinna. Samstarfsmaður Eddu í PORTI hönnun heitir Kári Martinsson Regal og er grafískur hönnuður með meistaragráðu í faginu frá Danmarks Designskole. Edda segir að auk grafískrar hönnunar snúist hluti af vinnu sinni um markaðsmál, markaðssetningu og skilgreiningu á þörfum viðskipta vinanna varðandi heildarútlit og annað. Snýst um að leysa málin „Þetta snýst oft um að átta sig á hvaða markmið það eru sem fólk er að reyna að ná. Þá er líka spurningin hver markhópurinn er sem ætlunin er að ná til. Hvernig ætlunin er að nálgast þann hóp, hvaða miðla við ætlum að nota til þess og hvernig þeir nýtast best. Við Margrét vinnum líka saman við að skilgreina hlutina. Þetta eru oft miklar pælingar áður en nokkuð fer að verða sýnilegt. Við vinnum því oft mjög djúpt með viðskiptavinum okkar.“ Edda hefur unnið mikið fyrir Bændasamtök Íslands við gerð margvíslegs kynningar- og fræðsluefnis fyrir ýmsar búgreinar. Þar á meðal er veggspjald með heitinu Íslenskur landbúnaður, sem margir kannast við. Þá hefur hún nýlokið við að hanna merki og heildarútlit fyrir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem hóf starfsemi í byrjun þessa árs. Sem dæmi um önnur verkefni má nefna að Edda vann samkeppni um nýtt merki fyrir Vatnajökulsþjóðgarð við stofnun hans í júní 2008. PORT hönnun hefur síðan hannað allt grafískt efni, svo sem skilti, fána, merkingar á starfsmannafatnað, bæklinga og annað kynningarefni fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Einnig var unnin ný útlitshönnun fyrir Ferðamálastofu á síðasta ári og margvíslegt efni fyrir Ferðaþjónustu bænda. Bæði umgjörðin og innihaldið verða að vera í lagi „Kjarninn í vinnu okkar Margrétar er að skapa útlit og kynningarefni, t.d. fyrir ferðaþjónustubændur, sem hægt er að leggja fram fyrir væntanlega gesti.“ Margrét bendir þó á að það sé ekki nægilegt að útlitið og umgjörðin sé flott með vef og öllu saman, því þjónustan Þegar útlit og innihald skipta máli kemur til kasta Brúarsmiðjunnar og PORTS hönnunar: Vilja styðja við menningarlegt sjálfstraust í sveitum landsins – Fólk verði ófeimið við að kynna gestum sögu staðanna og íslenska sveitamenningu Úr íbúðahótelinu Reykjavík Resi- Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.