Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. október 2013 Dagana 14.–18. ágúst síðastliðinn var íslenskt áhugafólk um jarðrækt, sem er í félagsskapnum Ræktunar félag um nytjaplöntur, á ferðalagi um norður hluta Finn lands að kynna sér búskap þarlendra. Leiðin lá um Austur- botn, þar sem heimsótt voru kúabú, svínabú og tvö bú með nautakjöts- framleiðslu – en öll búin framleiddu korn, ýmist til eigin nota eða sölu. Að auki heimsótti hópurinn tilrauna stöð í jarðrækt, finnsku bænda samtökin, mjólkursamlag og sáðvélaframleiðanda. Síðast var heim sóttur kúmen bóndi, sem jafnframt er jarðræktar- ráðunautur. Hópurinn samanstóð af átján íslenskum bændum og þar á meðal voru bændurnir í Keldudal í Skagafirði, þau Þórarinn Leifsson og Guðrún Lárusdóttir. „Flogið var til Oulu, sem er á svipaðri breiddargráðu og suðurhluti Íslands, en svo var ferðast með rútu um Austurbotn. Þegar þangað var komið byrjuðum við á að skoða héruðin suður af Oulu og allt að Vasa, en á svæðinu er bæði öflug kornrækt og búfjárrækt. Við heimsóttum fimm býli, rannsóknarstöð í jarðyrkju, sáðvélaframleiðanda, mjólkurstöð og finnsku bændasamtökin. Meri Ojanen, ungbændafulltrúi finnsku bænda- samtakanna, skipulagði ferðina ásamt Finnboga Magnússyni hjá Jötunn Vélum. Við nutum svo leiðsagnar Meri og Niinu Kangas, sem báðar hafa verið verknemar í Keldudal,“ segir Guðrún, en frásögn hennar af ferðinni fer hér á eftir. Fyrsta stop: Bullstop „Fyrsta býlið sem við heimsóttum heitir Bullstop og er rekið af feðgum. Þar eru 1.400 naut alin til slátrunar á ári. Innleggið var um 450 tonn á ári. Kálfarnir koma inn á býlið frá tveimur uppeldisbúum sex mánaða gamlir og eru aldir í 12 mánuði. Eftir þann tíma er meðalfallþunginn um 340 kg. Gripirnir eru fóðraðir á votheyi úr stæðum sem eru yfirbyggðar, byggi og bjórhrati, auk steinefna. Allt gróffóður og bygg var ræktað á búinu, kornið valsað í flatgryfjur og sýrt með mjólkursýrugerlum. Fóðrað er með sjálfkeyrandi og sjálfhlaðandi heilfóðurvagni.“ Sáð beint án jarðvinnslu „Næst heimsóttum við sáðvéla- framleiðandann V&M, sem framleiðir sáðvélar sem hægt er að sá með beint – án jarðvinnslu. Þar hlustuðum við á fyrirlestur um kosti beinnar sáningar umfram hefðbundinnar jarðvinnslu og sáningar. Í kjölfarið heimsóttum við svína- bú, rekið af feðgum, sem framleiddu 11.500 sláturgripi á ári. Engar gyltur voru á búinu, en grísirnir keyptir inn á búið við fráfærur. Á búinu var ræktað bygg til nota á búinu, á 350 ha, sem sáð var með beinni sáningu. Bændurnir töldu ótvíræðan hag af þessari ræktunaraðferð.“ Byggrækt til bjórframleiðslu „Um kvöldið heimsóttum við svo Hanhimäki-kúabúið, sem er með 100 mjólkandi kýr. Kýrnar voru í básafjósi með mjaltabás, gróffóður og kjarnfóður var gefið með sjálfvirku fóðurkerfi. Meðalnytin var 9.500 lítrar og á búinu var framleidd um 1 milljón lítra á ári. Allt gróffóður var verkað í heymetisturni, túnin voru 50 ha og slegin tvisvar sinnum. Bygg var ræktað á 40 ha, þurrkað í eigin þurrkstöð og allt selt til bjórframleiðslu. Bygg til bjórframleiðslu er á hærra verði en ræktunin er vandasamari og uppskeran minni því að þess konar bygg þarf að vera með mjög lágt próteininnihald. Dóttirin á bænum var nautgriparæktarráðunautur á svæðinu og gerði fóður- og sæðingaráætlanir fyrir 25 bændur og sæddi einnig allar kýrnar á bænum. Á meðalkúabúi í Finnlandi eru 30 árskýr.“ Afleysingar á frídögum bænda greiddar af ríkinu „Næsta dag byrjuðum við á því að heimsækja tilraunastöð í jarðrækt, MTT Agridood Research Finland. Hjá MTT vinna 750 manns á 15 starfsstöðvum vítt og breitt um Finnland. Á stöðinni sem við heimsóttum eru í gangi 70-90 tilraunir á hverjum tíma og sex fastir starfsmenn. Við hlustuðum á fyrirlestur um kornrækt, kartöflur og kúmen meðal annars og skoðuðum tilraunareiti með kúmen, ertur og hestabaunir. Við heimsóttum starfsmenn finnsku bændasamtakanna í héraðinu, MTK. Skrifstofa þeirra var í sama húsi og leiðbeiningaþjónusta bænda, ásamt fleiri stofnunum. Þar fræddumst við um MTK og þjónustu þeirra við bændur. Samtökin eru með skrifstofur á 14 svæðum auk þess eru þar sjö skrifstofur vegnar skógræktar og veita samtökin ýmsa aðstoð, t.d. í samskiptum bænda við aðrar stofnanir og félagslega þjónustu. Fannst okkur áhugavert að hver finnskur bóndi hefur rétt til 26 frídaga á ári og er kostnaðurinn við afleysingarnar að mestu greiddur af finnska ríkinu. Um kvöldið fórum við í grillveislu og ekta finnskt sána úti í skógi. Allt endaði það vel. Á degi þrjú byrjuðum við á því að heimsækja bændur með Highlander- holdagripi. Býlið heitir Lakeuden Highland. Þar bjuggu hjón sem framleiddu og seldu beint frá býli. Gripunum var slátrað þriggja til þriggja og hálfs árs gömlum. Þá voru þeir að jafnaði 380-400 kg að þyngd en þeir þyngstu allt að 500 kg. Öllum gripunum var slátrað í sláturhúsi og kjötið unnið í lítilli kjötvinnslu samkvæmt óskum bændanna. Úr gripunum voru framleiddir vöðvar, hakk, pylsur, álegg og niðursuðuvara. Kornrækt var á 20 ha, til að fá hálm, en kornið selt. Gripirnir gengu úti allt árið og einungis var lítið skýli til að nota við burð. Hjónin áttu tvær jarðir; uppeldið var á annarri jörðinni en kýrnar á hinni. Mjólkurstöðin rekur veitingastað og sérvöruverslun Næstu heimsóttum við mjólkur- stöðina Juustoporrti sem vann úr 30 milljónum lítra mjólkur. Þar af voru þrjár milljónir lítra af lífrænni mjólk og geitamjólk ein milljón lítra. Mjólkurstöðin rekur veitingastað við þjóðveginn og þar er einnig verslun fyrir ýmsa sérvöru mjólkurstöðvarinnar og bænda af svæðinu. Á staðinn komu ein milljón manns á ári. Vöruúrvalið sem stöðin framleiddi var gríðarlegt og unnu 150 ársstarfsmenn í fyrirtækinu. Nánast einungis var framleidd dýr sérvara. Við enduðum á því að heimsækja kornbónda sem jafnframt var jarðræktarráðunautur hjá ProAgria. Þar skoðuðum við kúmenrækt og nýlega þurrkstöð. Kúmenið var ræktað fyrir sérleyfishafa sem eiga yrkin og sköffuðu fræið. Finnskt kúmen er hágæða kúmen og gefur tvöfalt meiri olíu en kúmen sem ræktað er sunnar í Evrópu. Hann ræktaði bygg og vorsáðu hveiti með góðum árangri.“ Ræktunarfélag um nytjaplöntur kynnti sér búskap í norðurhluta Finnlands: Getum sótt þangað þekkingu í jarðrækt Hópurinn samankominn. Sóla í Seli skoðar kúmen. Eitt nautahús af mörgum á Bullstop.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.