Bændablaðið - 03.10.2013, Síða 50

Bændablaðið - 03.10.2013, Síða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. október 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hægeldaður lambabógur og ljúffengur ábætir Hægelduð pottsteik › ½ lambaframpartur á beini › salt › nýmalaður pipar › 5 greinar af garðablóðbergi › 5 greinar af rósmaríni › 10-15 hvítlauksgeirar Aðferð: Hitið ofninn í 60 °C. Kryddið lambaframpartinn með salti og pipar og setjið í ofnpott. Leggið helminginn af kryddjurtunum og hvítlauknum undir frampartinn og afganginn ofan á. Setjið í ofninn og bakið í 24 klst. Takið þá kjötið úr ofninum og hækkið hitann í 200 °C. Setjið frampartinn aftur í ofninn í 5 mín. eða þar til hann er orðinn fallega brúnaður. Það má gjarnan hafa fjölbreyttara grænmeti í pottinum, t.d. gulrætur, blómkál, chili, papriku eða lauk. Berið fram með nýjum kartöflum. Bakaður hvítmygluostur með hindberjum › 1 stk. Gullostur, Auður eða annar hvítmygluostur › nokkur hvítlauksrif › 50 ml góð ólífuolía › 1 msk. hindberjasulta › 1 askja hindber › stökkt kex eða brauð Aðferð: Gatið ostinn og hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Stráið fínt sneiddum hvítlauk yfir ásamt nýmuldum pipar. Þá er osturinn bakaður við 170 °C gráður í 5-10 mín. Setjið sultu ofan á ostinn eftir eldun ásamt ferskum hindberjum. Framreiðið í bréfinu með brauði eða stökku kexi að eigin vali. Gott er að nota bakaða ostinn sem ídýfu með brauði, hindberjum og hunangi. Ásmundur og Matthildur hófu árið 1995 búskap á Hlemmiskeiði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með 20 kýr, nokkrar kindur og hross. Árið 1999 fluttu þau að Norðurgarði í sömu sveit og hafa verið að bæta jafnt og þétt við bústofninn og framleiðslurétt í mjólk. Býli? Norðurgarður. Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Ábúendur? Ásmundur Lárusson og Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru fjögur. Árný Fjóla Ásmundsdóttir, 22 ára, leikskólastarfsmaður í Reykjavík, Hannes Orri, að verða 17 ára, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Bergsveinn Vilhjálmur 12 ára og Elín Ásta 9 ára. Stærð jarðar? 185 hektarar. Gerð bús? Kúabú, grísauppeldi og jólatrjáarækt á byrjunarstigi. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 120 nautgripir, þar af um 56 mjólkurkýr, 17 hross, þrjár læður sem hver um sig á sitt umráðasvæði, 320 grísir í húsi og tveir gælugrísir sem hafa gengið frjálsir um hlaðið í sumar ásamt fimm íslenskum hænum, einum sperrtum hana og kanínunni Dropa. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Vinnudagarnir eiga það til að verða langir og fjölbreyttir en viðfangs efnin miðast við árs tíma og hvað liggur fyrir hverju sinni. Venjulega hefst vinnudagurinn á mjöltum og umhirðu kálfa. Síðan taka við verkefni eins og gjafir, skít mokstur, þrif, viðhald á húsum, ýmsar lagfæringar og snúningar – en í mismunandi hlut föllum eftir þörf og aðstæðum hverju sinni. Oftast lýkur vinnu deginum á mjöltum yfir vetrar tímann en sumar kvöldin eru gjarnan nýtt til ýmissa verka sem ekki hafa rúmast innan vinnu ramma dagsins. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Í sjálfu sér eru engin bústörf leiðinleg, þau eru bara misskemmtileg, en ætli sláttur á góðum sumardegi, þegar uppskeran er góð, sé ekki meðal skemmtilegustu bústarfanna. Það er reyndar alltaf dapurlegt að fást við veikar skeppnur og missa bústofn. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það eru svo sem engar stórkostlegar breytinagar á dagskránni en ætli búskapurinn verði ekki bara svipaður og nú en vonandi þó einhverjar endurbætur að mjaltaaðstöðu. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þar sem bændum hefur fækkað mikið undanfarin ár er mikilvægt að þeir sem eftir standa séu virkir í félagsmálum bænda, en það þarf virkilega að stækka hóp bænda sem eru sýni- legir og virkir. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Við erum bjartsýn og höfum þá trú að íslenskum landbúnaði muni vegna vel í framtíðinni ef bændur og þjóðin spila rétt og hjálpast að við að standa vörð um hann. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að stefna ætti á úflutning í sem flestum búvörum um 10-20% umfram innanlandsframleiðslu en jafnframt passa upp á að sinna vel innanlandsmarkaði sem fer stækk- andi með aukningu erlendra ferða- manna. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísskápurinn er alltaf fullur af mat því ef einhvers staðar glittir í auðan blett er húsmóðirin rokin í kaupstað, en allra síst má vanta ost, smjörva og grænmeti. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hér ætti líklega að standa nautakjöt og svínakjöt úr eigin framleiðslu. Um þessar mundir er það reyndar nauta- carpaccio og humar sem nýtur mestra vinsælda hjá eldra fólkinu á heimilinu og lasagna hjá þeim yngri – sem og flest sem gert er úr nautahakki. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsta stóra flóðið sem við fengum yfir okkur eftir að við hófum búskap hér í Norðurgarði, en það var árið 2006 og fjölmargir bæir á Skeiðum urðu umflotnir vatni. Við þurftum að flytja hross á öruggt landsvæði, rúllur flutu burt, girðingar skemmdust og vatn flaut inn í byggingar. Norðurgarður Fjölskyldan öll saman komin. MATARKRÓKURINN - BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Gamli steikarpotturinn hefur ekki misst sjarmann, hvorki í ofni eða á útigrilli. Á haustin er tilvalið að útbúa kraftmikla kjötrétti og leyfa nýju rótargrænmeti að njóta sín með. Nú ætlum við að hægelda lambabóg. Grænmetið og kjötsafinn samlagast í fullkomna sósu og svo skemmir ekki að gefa þessu góðan tíma á lágum hita, þá verður kjötið meyrt og gómsætt. Við útbúum síðan einfaldan eftirrétt úr íslenskum osti sem ljúffengt er að gæða sér á eftir vel heppnaða máltíð.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.