Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 1
20. tölublað 2013 Fimmtudagur 17. október Blað nr. 405 19. árg. Upplag 31.000 Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að leggja raflínur á Íslandi í jörðu á undanförnum árum, ekki síst til að minnka sjónmengun af raforkumannvirkjum. Einnig hefur slík umræða komið upp reglulega í kjölfar óveðra sem sligað hafa loftlínur og brotið staurasamstæður. Þrátt fyrir augljósa kosti jarðstrengja hefur umræðan oftar en ekki snúist um þá fullyrðingu að lagning jarðstrengja sé margfalt dýrari en lagning loftlína. Þessi rök halda greinilega ekki vatni lengur, í það minnsta ef miðað er við reynslu Frakka í þessum málum. Frakkar hafa mikla reynslu af lagningu 225 kílóvolta (kV) jarðstrengja. Kostnaðurinn við þá miðað við loftlínu er sá sami miðað við 45 ára afskriftartíma. Ólafur Valsson, ráðgjafi hjá OAV Consult í Belgíu, kynnti sér stöðu mála í Frakklandi í síðustu viku og veitti Bændablaðinu góðfúslega innsýn í það sem þar er að gerast í lagningu jarðstrengja. Var Ólafur í sendinefnd áhugamanna frá Íslandi sem heimsótti aðalstöðvar franska raforkuflutningskerfisins, RTE, í París. Tilgangurinn var að kynna sér reynslu Frakka af lagningu jarðstrengja á hárri spennu, en nú eru jarðstrengjamál mjög til umræðu hérlendis. Yfirstjórn Landsnets fékk sams konar kynningu tveimur vikum fyrr. Í heimsókninni kom í ljós að Frakkar leggja nú áherslu á að leggja 225 kV strengi sem geta flutt um 400 megavött (MW). Til samanburðar er uppsett afl Búrfellsstöðvar 270 MW og afl Fljótsdalsstöðvar (Kárahnjúkavirkjunar) er 690 MW. Frakkar telja þó að tæknin sé ekki komin svo langt að fýsilegt sé að leggja raflínur gerðar fyrir 400 kV spennu í jörð í stórum stíl. Hins vegar hafa þeir lagt 225 kV raflínur í jörð undanfarna áratugi og eru alls 1.037 km af línum á þeirri spennu í jörð nú þegar. Kostnaður er sá sami við 400 megavatta afl Það vekur athygli að í kynningu fulltrúa franska flutningsfyrirtækisins í liðinni viku kom fram að fyrirtækið gerir í útreikningum sínum ráð fyrir að núvirtur kostnaður við það að leggja jarðstrengi fyrir allt að 400 MW afl í dreifbýli sé jafn á við loftlínur. Þótt stofnkostnaður sé meiri við svo öfluga jarðstrengi sýna útreikningar Frakkanna að minna flutningstap og m.a. minni viðhaldskostnaður vega fyllilega upp á móti því. Afskriftartími beggja kerfanna er reiknaður 45 ár. Ör þróun hefur orðið í átt til aukinna háspenntra jarðstrengja undanfarin ár í Frakklandi og má segja að alger viðsnúningur hafi þar orðið frá árinu 2005 að því er varðar nýlagnir raflína á 225 kV spennu. Þannig hefur langstærstur hluti slíkra lína verið lagður í jörð allt frá árinu 2009 og nýlagnir í lofti á þessu spennustigi heyra nú til algerra undantekninga. Notuð er nýjasta kynslóð jarðstrengja og stöðugar framfarir eru í verkþekkingu við lagningu þeirra. Mikil tíðindi Þetta eru stórtíðindi í ljósi umræðna af lagningu Landsnets á raflínum vegna orkufreks iðnaðar. Vissulega má deila um hvort aðstæður í Frakklandi við lagningu strengja séu sambærilegar og á Íslandi. Hins vegar má leiða líkur að því að meiri hlutfallslegur sparnaður næðist á Íslandi vegna minna tjóns á loftlínum vegna óveðurs og snjóflóða. RARIK og Orkubú Vestfjarða hafa t.d. unnið talsvert átak í að koma raflínum í jörð á þekktum óveðurs- og snjóflóðasvæðum. Þessir strengir hafa þegar sparað verulegar fjárhæðir í viðhaldi orkukerfisins. Þá hefur verið mikil umræða að undanförnu um lagningu mjög umdeildrar loftlínu yfir innanverðan Eyjafjörð. Samhliða þessu hefur því verið stöðugt haldið á lofti að lagning jarðstrengja sé óheyrilega dýr. Í þeirri umræðu hefur það skotið skökku við að ríkið skuli leggja hærri innflutningsgjöld á jarðstrengi en loftlínur, eins og Bændablaðið hefur ítrekað bent á. Hafa talsmenn RARIK sagt að þessi afstaða ríkisins í mismunun á aðflutningsgjöldum tefji fyrir lagningu rafstrengja í jörðu. /HKr. – Sjá nánar um heimsókn áhugamanna í höfuðstöðvar RTE í Frakklandi á bls. 20 Nýjustu tíðindi af reynslu Frakka af lagningu rafstrengja í jörðu gætu valdið straumhvörfum á Íslandi: Jarðstrengjakerfi er ekki dýrara en 225 kílóvolta loftlínukerfi – útreikningar Frakka sýna að minna flutningstap á orku og minni viðhaldskostnaður vegur upp hærri stofnkostnað við jarðstrengi Þeir voru kátir rekstrarmennirnir sem smöluðu hrossastóði í Tungurétt í Svarfaðardal á dögunum. „Réttarstörf gengu almennt mjög vel,“ sagði Þorsteinn Hólm, hrossabóndi á Jarðbrú í Svarfaðardal, en stóðréttir voru í Tungurétt á dögunum. Miklu skipti að sögn Þorsteins að veðrið var mun betra en spár höfðu gert ráð fyrir. – Sjá umfjöllun á bls. 30 Mynd / Unnur Elva Hallsdóttir Hágæða víngerð með íslenskri tengingu 2216 Eftirspurn eftir lambakjöti vex hratt í heiminum 24 Ráðstefna um notkun erfðabreyttra lífvera til matvælaframleiðslu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.