Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 2013 Sýningin MATUR-INN 2013 var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um liðna helgi og tóku um 30 sýnendur þátt, allt frá smáframleiðendum upp í stór fyrirtæki. Sýningin var nú haldin í sjötta sinn, en hún er haldin á tveggja ára fresti. Að sýningunni stendur félagið Matur úr Eyjafirði en sýnendur eru bæði af Eyjafjarðarsvæðinu og víðar af Norður landi, sem og af Austurlandi. Þungamiðjan í sýningunni er norð lensk matarmenning og matreiðsla eins og hún gerist best. Sýnendahópurinn var fjölbreyttur en þar mátti finna framleiðslu- fyrirtæki, veitinga fyrirtæki, bændur, drykkjarvöru framleiðendur, þjónustu- fyrirtæki við matvælaiðnað svo dæmi séu tekin. Þá var á svæðinu markaðstjald smáframleiðenda þar sem meðal annars voru í boði glænýjar og ljúffengar sultur, grænmeti beint úr garðinum og margt fleira. Sýningin er sölusýning þannig að margir sýningargestir gátu þar gert góð kaup. Fiskisúpa sóknarprestsins þótti best Boðið var upp á dagskrá í eldhúsi sýningarinnar þar sem leikmenn spreyttu sig í skemmtilegum keppnum. Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi hafði umsjón með þessari dagskrá en fyrri sýningardaginn var keppni í súpugerð og fór sóknarpresturinn í Akureyrarkirkju, sr. Svavar Alfreð Jónsson, með sigur af hólmi í þeirri keppni. Hann útbjó fiskisúpu með laxi, steinbít og reyktri ýsu. Dömuleg hvítsúkkulaðimús Matreiðslunemar á akureyrskum veitingahúsum kepptu svo síðari daginn og var þemað hráefni úr héraði. Sigurður Már Harðarson á Strikinu vann þá keppni. Loks var efnt til keppni meðal kvenna um dömulegasta desertinn og þótti eftirréttur Ingibjargar Ringsted framkvæmdastjóra Lostætis bestur, en hún gerði hvítsúkkulaðimús með hindberjabotni. Söfnuðu tæplega 700 þúsund Í lok sýningar var uppboð á gjafakörfum frá sýnendum. Rúsínan í pylsuendanum var þegar matarboð fyrir 8 manns var boðið upp, en Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi mun koma í heimahús og elda 3ja rétta matarveislu og sjá um allan frágang. Var sú veisla slegin Darra – Eyjabita á Grenivík fyrir 210.000 kr. Norðlenska lagði sömu upphæð til málefnisins, Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Samtals safnaðist á milli 6-700 þúsund krónur til félagsins í uppboðinu. /MÞÞ Fjölbreytt matarsýning í Íþróttahöllinni á Akureyri Tungurétt í Svarfaðardal: Hross vel haldin þótt sumarið hafi verið stutt „Réttarstörf gengu almennt mjög vel,“ segir Þorsteinn Hólm hrossabóndi á Jarðbrú í Svarfaðardal, en stóðréttir voru í Tungurétt á dögunum. Miklu skipti að sögn Þorsteins að veðrið var mun betra en spár höfðu gert ráð fyrir. „Spáin hafði verið mjög leiðinleg alla vikuna á undan en sem betur fer gekk hún ekki eftir og við fengum þokkalegasta veður.“ Hrossum hefur fækkað Þorsteinn segir að um 130 hross hafi verið í réttinni nú í haust, nokkru færri en verið hefur undanfarin ár. Sem dæmi voru þau um 180 talsins í fyrrahaust. Hann segir að hrossum hafi fækkað mikið í Svarfaðardal. Veðurfar á liðnu ári hafi þar haft sitt að segja, miklir þurrkar sem gerðu að verkum að heyfengur var víða minni en í meðalári og snjóþungur vetur sem settist snemma að. „Ætli bændur hér hafi ekki sent um það bil 60 hross á sláturhús í fyrrahaust og vetur, hross sem enginn tilgangur var í að halda þegar svona árar og hey er af skornum skammti, segir Þorsteinn. „Þetta er afleiðing af þessu tíðarfari.“ Rekin óvenjuseint á fjall vegna snjóa Þorsteinn segir að hross hafi farið óvenju seint á afrétt í ár, í kringum verslunarmannahelgi. Vanalega sé rekið á fjall í kringum 20. júní. Snjór var víða mikill upp til fjalla langt fram á sumar og segir Þorsteinn sem sinnir girðingarvinnu að langt hafi verið komið fram í júlímánuð þegar menn voru enn af moka snjó ofan af girðingum. „Hrossin voru þó vel haldin og haginn góður,“ segir hann. /MÞÞHrossum hefur fækkað í Svarfaðardal, en fjörið í réttinni hefur ekkert minnkað. Myndir / Unnur Elva Hallsdóttir Réttarstörf gengu vel í Tungurétt í Svarfaðardal. Hér er Þröstur Karlsson að störfum. Rafn Arnbjörnsson frjótæknir hjá Búgarði. Tíkin Sunna á spjalli við eitt hrossanna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.