Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Þrífasa rafvæðing úti um land og ekki síst í hinum dreifðu byggðum hefur verið baráttumál sem mörgum finnst allt of hægt miða við að framkvæma. Samt er lagning á þrífasa rafstrengjum forsenda fyrir því að bændur og iðnfyrirtæki um land allt geti nýtt sér hagkvæmustu tækni sem völ er á hverju sinni. Annar angi þessa máls er rekstraröryggi og öryggi í fjarskiptum á neyðarstundum sem felst í því að leggja niður viðkvæmar loftlínur og setja jarðstrengi í staðinn. Ítrekuð stórviðri með ísingu og roki hafa leikið loftlínulagnir raforkukerfisins grátt á umliðnum árum. Slitnar raflínur eru ekkert grín, hvorki fyrir kúabúskap eða annan rekstur sem reiðir sig á rafmagn, né heimili. Orkubú Vestfjarða hefur þó smám saman verið að auka afhendingar öryggið á sínu svæði með lagningu jarðstrengja. Sama má segja um RARIK og vaxandi pressa hefur verið á Landsnet um að feta sömu leið. Fram til þessa hefur þó oftar en ekki verið borið við óheyrilegum kostnaði við að leggja jarðstrengi. Heyrst hafa tölur um margfalt verð, jafnvel sjöfalt miðað við að leggja loftlínur, en slík rök fara senn að hljóma hjáróma. Nýjustu fréttir frá Frakklandi, sem greint er frá í Bændablaðinu í dag, herma að kostnaðurinn við lagningu loftlína og jarðstrengja sé orðinn sá sami, þegar allt er reiknað inn í dæmið miðað við 45 ára afskriftartíma. Skýringin er ör þróun á hönnun og lagningu jarðstrengja. Þetta á þó enn sem komið er ekki við öflugri strengi en 225 kílóvött, en slíkir strengir eru þó býsna öflugir. Þeir geta flutt um 400 megavött, sem er nærri þrefalt afl Blönduvirkjunar. Þrátt fyrir þessi góðu tíðindi frá Frakklandi er enn heimskulegur hængur á eðlilegri framþróun í lagningu jarðstrengja á Íslandi. Það er að ekki skuli enn vera búið að breyta furðulegum ákvörðunum um aðflutningsgjöld. Þar eru enn til staðar hærri gjöld á einangraðar raflínur sem leggja á í jörðu en þær sem hengja á upp á forljóta staura. Þetta er sannarlega ekki til að flýta þjóðhagslega hagkvæmum breytingum á þeirri lífæð landsmanna sem raforkukerfið er. Hvernig væri nú að þingmenn færu að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum, liðka fyrir stórsókn við að tryggja aukið rekstaröryggi fyrirtækja og heimila á Íslandi og þar með auka öryggi í fjarskiptum? Um leið væri hægt að draga stórlega úr hvimleiðri sjónmengun sem hvarvetna stingur í augu. /HKr. Allan síðari hluta 20. aldar- innar snerist matvæla- framleiðsla í hinum vestræna heimi um að auka hagkvæmni. Auka afurðir, kynbæta plöntur og búpening - og síðast en ekki síst: að lækka verðið sem allra mest. Búin áttu líka að stækka verulega til að auka hagkvæmnina og ýta verðinu enn lengra niður. Mikill árangur náðist. Uppskeran er miklu meiri og afurðirnar af gripunum sömuleiðis. Raunverð matvæla hefur lækkað gríðarlega mikið og hlutfall tekna sem heimilin verja til matvælakaupa hefur lækkað verulega. Það er nú um 13% hérlendis og meðaltalið í ESB er sem dæmi 14%. Um leið fjölgaði þeim verulega sem hafa lítil eða engin tengsl við landbúnaðinn og vissu fátt um hvernig framleiðsla matvæla færi fram. Kannski kærðu þeir sig kollótta – það var nóg til af mat sem sífellt lækkaði í verði, en tengsl bænda og neytenda urðu minni og þar með gagnkvæmur skilningur. Stjórnvöldum er hvergi sama um hvernig staðið er að matvælaframleiðslu. Fjölþætt opinber afskipti eru af greininni, bæði hvað varðar framleiðsluhætti og aðra reglusetningu. Víðast hvar er jafnframt um að ræða opinberan stuðning sem tilkominn er af margvíslegum ástæðum, svo sem til að tryggja fæðuöryggi og hollustuhætti, lækka verð, styðja við búsetu í dreifðari byggðum og fleira. Þetta er auðvitað ekki alls staðar svona. Einn af hverjum átta jarðarbúum fær ekki nóg að borða þrátt fyrir að framleiddur sé nægur matur á heimsvísu. Dæmi eru um að fólk þurfi að verja allt að 80% af ráðstöfunartekjum sínum til matvælakaupa. Okkur fjölgar stöðugt og á hverjum einasta degi, allt árið um kring, bætast við 250.000 munnar að metta, á sama tíma og framboð á ræktunarlandi minnkar. Það hefur þó ekki breytt því að fólk í hinum áðurnefnda vestræna heimi er orðið vant því að matur sé ódýr. Það má kannski segja að hann sé orðinn of ódýr því að áætlað hefur verið að þriðjungi til helmingi matvæla á Vesturlöndum sé hent. Er maturinn nægilega mikils virði þegar okkur finnst í lagi að henda helmingnum? Vissulega mun alltaf talsvert fara til spillis, en við hljótum og verðum að gera betur. Færum við ekki betur með ef maturinn kostaði tíu sinnum meira? Þrátt fyrir alla þróun síðustu áratuga sjást oft þau sjónarmið hérlendis að matur sé of dýr og lausnin er þá ævinlega að flytja meira inn og framleiða minna sjálf. Við þekkjum vel þá umræðu en staðreyndin er sú að við flytjum þegar inn um það bil helming þeirra matvæla sem við neytum, sem er meira en almennt gerist því innan við 10% landbúnaðarframleiðslunnar á heimsvísu eru seld á milli landa. Samt sem áður eru jákvæð teikn á lofti. Áhugi neytenda á uppruna matvæla hefur stóraukist. Margir eru jafnframt miklu áhugasamari um framleiðsluhætti, innihaldsefni, dýravelferð, meðferð á landi og fleira. Sumir neytendur leita eftir að kaupa matvæli úr næsta nágrenni þar sem hægt er að kynna sér framleiðsluhætti frá fyrstu hendi og ekki er verið að eyða orku í að flytja um langan veg. Eftirspurn eftir lífrænum matvælum hefur á sama tíma aukist. Sjá má vel í stórmörkuðum hvað úrval lífrænna vara hefur aukist og söluaukning er sögð veruleg, þrátt fyrir að þessar vörur kosti umtalsvert meira. Við höfum séð aukna umfjöllun í fjölmiðlum um innlenda framleiðslu eins og t.d. í þáttunum „Hið blómlega bú“ og fleiri sambærilegum. Þessum áskorunum þurfa innlendir matvæla- framleiðendur að svara og það hafa margir gert. Veruleg fjölgun er í hópi þeirra bænda sem selja beint frá býli og lífrænum framleiðendum hefur líka fjölgað. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru hins vegar langir og hlutirnir breytast af þeim sökum aldrei hratt – en öll þróun sem eflir tengsl bænda og neytenda er jákvæð fyrir báða aðila. Hér á Íslandi erum við svo heppin að hafa öll tækifæri til að framleiða enn meira af hágæðamatvælum. Við skulum nýta þau. /SSS Bætt raforkukerfi Það var stór dagur hjá MS Selfossi föstudaginn 11. október þegar Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- ráðherra mætti í mjólkurbúið ásamt fjölda gesta til að fylgjast með þegar hann ýtti á takka og ræsti nýjar og glæsilegar mjólkurpökkunarvélar búsins Mjólkurvinnsla á Selfossi hefur verið aukin um 40% með því að liðlega 20 milljóna lítra mjólkurpökkun hefur verið flutt frá Reykjavík. Breytingar kostuðu um einn og hálfan milljarð Vegna þessara breytinga hefur Mjólkursamsalan fjárfest í Selfossbúinu fyrir rúmlega einn og hálfan milljarð króna á fjórum árum. Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði við athöfnina að með endurnýjun vinnslustöðvarinnar yrði öll vinnsla og pökkun drykkjarmjólkur fyrir vestan- og sunnanvert landið færð til Selfoss og þar yrði einnig framleiðsla á sýrðum vörum og viðbiti, þ.e. á smjörvörum, fyrir allt landið. Vinnur úr helmingi landsframleiðslunnar á mjólk „MS tekur á móti 60 milljón mjólkurlítrum á ári hér á Selfossi og umbreytir í hollar og góðar mjólkurafurðir fyrir neytendur. Öll viðbitspökkun fyrir landið verður líka hér í sérstakri viðbitsdeild og vinnsla og pökkun á nær öllum sýrðum vörum á borð við skyr og jógúrt“, sagði Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri á Selfossi. Í gegnum framleiðslulínu búsins fer því um helmingur allrar mjólkurframleiðslu í landinu. /MHH Miklar breytingar hjá MS á Selfossi: Öll mjólkurpökkun hefur verið flutt frá Reykjavík til Selfoss LOKAORÐIN Virðum matinn meira Endurnýjaða vinnslustöðin var formlega opnuð í mjólkurbúinu á Selfossi þegar Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra ræsti vélarnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.