Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 2013 „Okkur þykir afskaplega vænt um hversu annt bæjarbúum er um Kjarnaskóg,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Mikill fjöldi fólks leggjur leið sína í skóginn, en áætlað er að um eða yfir 200 þúsund gestir komi þangað árlega. Skógræktarfélagið vann að ræktun Kjarnaskógar á eigin vegum til ársins 1972, en það ár tók Akureyrarbær við rekstrinum og gerði skóginn að útivistarsvæði Akureyringa í samstarfi við félagið, en starfsmenn þess sjá um allar framkvæmdir,skipulag og hirðingu á svæðinu. Ingólfur segir samstarfið einkar farsælt og að Kjarnaskógur hafi verið fyrirmynd annarra slíkra verkefna víða um land. Starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga eru fjórir árið um kring en fjölgar eðlilega yfir sumartímann þegar mest er umleikis og bætast þá jafnan tíu starfsmenn við. Við upphaf skógræktar í landi Kjarna, sem þá var bær innan Akureyrar, var landið skóglaust með öllu. Það var nýtt til beitar, slægna og kartöfluræktar en hafist var handa fyrir ríflega hálfri öld að planta skógarplöntum í landið og það friðað. Í áranna rás hefur æ meira landrými verið bætt við og skógurinn stækkað. Hann er nú á um 800 ha svæði og segir Ingólfur að landrými sé uppurið, en áfram sé gróðursett í skóginn inn á milli og eru menn þá einkum og sér í lagi að prófa nýjar tegundir eða gera tilraunir af öðru tagi. Samfelldur skógur frá Kjarnaskógi norður í Krossanesborgir Ingólfur segir að unnið sé eftir áætlun sem gangi út á að rækta samfelldan skóg frá Kjarnaskógi í suðri og norður að friðlandinu í Krossanesborgum í norðri. Naustaborgir taka við af Kjarnaskógi og þá Hamraborgir, „við erum komnir norður að Glerá og höldum ótrauð áfram að klæða Akureyri í Græna trefilinn svonefnda,“ segir Ingólfur, en ofan byggðar í bænum, norðan við Glerá er markmiðið að fara eins hátt í hlíðar og skilyrði leyfa. „Þetta er næsta stóra verkefni okkar og við hlökkum til að takast á við það.“ Hann segir að fjölbreytni verði í fyrirrúmi, „trefillinn“ samanstandi ekki eingöngu af trjágróðri heldur verði reynt að koma fyrir opnum svæðum inni á milli þannig að til að mynda þeir sem hafi hug á að tína ber eða sveppi hafi einnig landrými fyrir sig. Þá sé á stefnuskránni að koma fyrir áningarstöðum. „Við reynum að huga að samspili allra þátta og að sem flestir geti notið útivistar og sinnt áhugamálum sínum,“ segir Ingólfur. Umfangsmikið gróðurstígakerfi Aðstaða til útivistar í Kjarnaskógi er einstök og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar eru leikvellir sem laða að sér börn á öllum aldri, trimmtæki, upplýst göngubraut með skíðaspori að vetrum og göngustígakerfið sem Einstök aðstaða til útivistar í Kjarnaskógi: Um 200 þúsund gestir koma í skóginn árlega Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur umsjón með 11 skógarreitum Skógræktarfélag Eyfirðinga er eitt elsta starfandi skógræktarfélag landsins, stofnað 11. maí árið 1930 og eru félagsmenn ríflega 400 talsins. Félagið hefur umsjón með 11 skógarreitum og er Kjarnaskógur þeirra stærstur, um 800 ha í allt á svæði sunnan Glerár. Reitirnir eru víða í Eyjafirði og eiga það sameiginlegt að Skógræktarfélagið hefur haft frumkvæði að friðun þeirra og annast gróðursetningu í þá. Vaðlaskógur handan Akureyrar er 48 ha að stærð, en með samningum við landeigendur fjögurra jarða gegnt Akureyri var brotið blað í sögu skógræktar í Eyjafirði og jafnvel landinu öllu. Aldrei hafði áður verið stofnað til skógræktar á jafn stóru skóg- eða kjarrlausu landi fyrr og sáralítil reynsla var á þeim tíma af ræktun skóga á bersvæði. Leyningshólar við mynni Villinga- dals innarlega í Eyjafirði eru einstök náttúruperla í Eyjafirði, alls um 100 ha svæði þar sem finna má einu leifar náttúrulegs birkiskógar sem eftir eru í héraðinu og ná að mynda samfelldan skóg. Garðsárreitur, 7 ha svæði í mynni Garðsárdals, þar var fyrsta skóg- ræktarverkefni félagsins unnið, friðun birkileifa í Garðsársgili þar sem Þverá rennur um hrikalegt gljúfur. Með þessari aðgerð hófst nýr kafli í sögu skógræktar við Eyjafjörð. Laugaland, um 100 ha svæði þar sem unnið hefur verið við skógrækt frá árinu 1980. Á 30 ára tímabili fóru stúdentsefni frá MA í gróður- setningarferðir að Laugalandi að loknu síðasta prófi og lætur nærri að í þessum ferðum hafi verið gróður- settar 60.000 plöntur. Miðhálsstaðir, 70 hektara svæði þar sem ræktaður hefur verið upp fallegur skógur. Lengi voru Miðhálsstaðir annálað berjaland en síðustu ár hefur dregið mjög úr berjasprettu vegna þeirra gróðurfarsbreytinga sem orðið hafa við friðun og ræktun. Í staðinn eru nú á Miðhálsstöðum gjöfular furusveppaslóðir. Hánefsstaðaskógur í Svarfaðardal er 12 ha að stærð, frábært útivistar- svæði í fjölbreyttu og fallegu umhverfi. Þar eru göngustígar, leiktæki, grillaðstaða og fjölmargar trjátegundir prýða skóginn. Bjarkarreitur í Eyjafjarðarsveit er lítill skógarreitur, um 1,8 hektarar að stærð. Reiturinn hefur ekki verið opnaður sem útivistarsvæði en öllum er þó frjálst að fara þar um eins og um aðra reiti félagsins. Botn í Eyjafjarðarsveit er 7,5 hektara skógarreitur sunnan við Hrafnagil þar sem plantað hefur verið um 30 þúsund plöntum. Melgerðismelar í Eyjafjarðarsveit. Árið 1990 var tekið frá land þar undir Landgræðsluskóga og ári síðar var gert átak í að planta í svæðið, einkum lerki sem best þrífst á fremur rýru landi. Ofan vegar er nokkuð stórt samfellt svæði en neðan vegar skiptist svæðið í nokkrar minni einigar á milli reiðvalla og beitarhólfa. Háls og Saurbær, þar sem skógræktarfólki gefst kostur á að fá leigt land undir eigin skógrækt. Nú stunda um 50 aðilar, einstaklingar, fyrirtæki, félög og stofnanir skógrækt á Hálsi. Fyrir nokkru var gengið frá samningum um leigu á óræktuðu landi jarðarinnar Saurbæjar, sem liggur að Hálsi. Þar bætast við um 150 hektara lands til skógræktar og er þegar farið að leigja hluta þess lands til áhugafólks um skógrækt.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.