Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 2013 Lesendabás Síðsumars- og safnadagur í septembersól Laugardaginn 14. september síðastliðinn var haldinn síðbúinn safnadagur í Bóka- og minjasafni Nönnu Guðmundsdóttur, sem er til húsa við bæinn Berufjörð í Djúpavogshreppi, nánar til- tekið innst við Berufjörðinn, sem er sunnarlega á Austfjörðum og skartar mikilli náttúrufegurð og einstökum fjallahring. Safn þetta er sérstakt að því leyti að þar er til sýnis fjöldi heimagerðra verkfæra bæði úr tré og málmum, ásamt öðrum gömlum munum og forvitnilegu úrvali fræðibóka og eru sumar fáséðar, enda var Nanna Guðmundsdóttir kennari að ævistarfi og fræðakona mikil. Á þessum safnadegi voru sýnd gömul vinnubrögð. Spunninn var lopi á 15 þráða spunavél, sem smíðuð var af Guðmundi Guðmundssyni bónda í Berufirði á síðustu öld og Halli bróður hans, en báðir voru þjóð- hagasmiðir, svo sem sjá má á gripum þeim er til sýnis eru í safninu. Spunavélina smíðuðu þeir 1926 eða '27 og var hún nýlega standsett af Guðmundi Gunnlaugssyni. Er vél þessi ein af örfáum sem til eru í landinu í fullkomnu lagi og fer þeim ört fækkandi sem kunna þessa spuna- list. Var það Bragi Gunnlaugsson sem sýndi spunann á þessum safnadegi. Kristrún Gunnlaugsdóttir sýndi vélpr- jón á 100 ára gamla prjónavél, sem einnig er í safninu. Geta má þess að þessi þrjú systkini eru barnabörn Guðmundar bónda í Berufirði. Ekki bar á öðru en að þessi gömlu verkfæri skiluðu hlutverki sínu með prýði og vöktu þessi fornu vinnu- brögð mikla athygli gesta. Þeir Þorgeir Eiríksson og Martin Gasser voru einnig að verki við safnið og smíðuðu hurðarlamir, króka og skeifur af miklum krafti í gamalli nýuppgerðri eldsmiðju, en báðir hafa þeir kynnt sér eldsmíði. Nýlega var endurreist í Berufirði smiðjuhús sem verður hluti af Nönnusafni og skemma sem tilheyrir gamla bænum sem var endurbyggður að mestu árið 2007 undir stjórn Björns Björgvinssonar. Eru skemman og smiðjuhúsið myndarleg viðbót við þau hús sem fyrir eru, bæjarhúsið gamla og sóknarkirkju. Fallegar grjóthleðslur eru við þessi hús, sem unnar voru undir stjórn hleðslu- meistarans Helga Sigurðssonar, en fjöldi sjálfboðaliða hefur einnig lagt ómælda vinnu af mörkum undanfarin ár við uppbyggingu húsa og safns. Kirkja hefur verið í Berufirði um langa hríð og eru heimildir þar um guðshús frá árinu 1200. Núverandi kirkja var endurbyggð seint á fjórða tug tuttugustu aldar af Ragnari Guðmundssyni. Eru þar margir fornir og merkir gripir, messuklæði, sem munu vera rúmlega 200 ára, altaris- klæði frá 1684 og predikunarstóll frá 1690, svo nokkuð sé nefnt. Í Tyrkjaráninu 1627 kveiktu ræn- ingjar eld í kirkjunni og steiktu þar matföng og unnu fleiri spjöll. Þegar áðurnefndar grjóthleðslur voru gerðar fundust eldbrunnir steinar, sem taldir eru vera frá því er ræningjarnir gjörðu sér steikarhlóðirnar og má sjá þessa steina í fagurri hleðslu utan við gamla bæinn. Sem sjá má er margt skoðunar- vert í Bóka- og minjasafni Nönnu Guðmunds dóttur, enda voru gestir margir á þessum síðbúna safnadegi í blíðskapar veðri og var áberandi hversu margt var af ungu fólki, enda hefur mjög aukist nú hin síðustu ár að ungt fólk sæki í nám í þjóðlegum fræðum. Yngsta kynslóðin lék sér við læk og á túni í kringum gömlu húsin og virtist una sér hið besta þennan dag án leikfanga í eltinga- og feluleik og sumir heilsuðu upp á húsdýrin á bænum. Aðstandendur gamla bæjarins og safnsins tóku á móti gestum, sýndu safn og önnur hús og veittu fróðleik um gamla muni og notkun þeirra og sögðu frá fornum vinnubrögðum, enda þurftu gestir margs að spyrja. Kaffi og heimabakað veislubrauð var á borðum í gamla bænum og vilja aðstandendur safnadagsins þakka gestum fyrir ánægjulegar samveru- stundir á þessum síðsumardegi í Berufirði. /Hrönn Jónsdóttir Bóka- og minjasafn Nönnu Guðmundsdóttur er til húsa við bæinn Berufjörð í Djúpavogshreppi. Þorgeir Eiríksson og Martin Gasser smíðuðu hurðarlamir, króka og skeifur af miklum krafti í gamalli nýuppgerðri eldsmiðju. Bragi Gunnlaugsson sýndi spuna á spunavél sem smíðuð var af Guðmundi var nýlega standsett af Guðmundi Gunnlaugssyni. Aðstandendur og skipu- leggjendur ráðstefnunnar „Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands“, sem haldin var á Patreksfirði fyrir skömmu, eru hæstánægðir með mætingu og viðtök- ur ráðstefnu gesta. Fjölmargir lögðu leið sína á Patreks- fjörð og fylltu allt gistirými í bænum, svo og á Tálknafirði. Alls komu 170 gestir frá fiskeldis fyrir- tækjum, stjórn- sýslu, rannsókna- stofnunum og frá ýmsum þjónustu- greinum og um 130 gestir mættu til hátíðar kvöld verðar. Sam hliða ráðstefn- unni var haldin vörusýning frá fyrirtækjum frá Íslandi, Noregi og Færeyjum í fremri sal félagsheimilisins. Á ráðstefnunni skrifuðu Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, og Víkingur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Arnarlax, undir samning vegna laxabitafram- leiðslu Arnarlax á Bíldudal. Með tilkomu Fosshótels Vestfirðir á Patreksfirði er mögulegt að halda slíka við- burði í bænum. Félagsheimili Patreksfjarða hentar einstaklega vel til ráðstefnuhalds og fremri salurinn rúmar vel sérhæfða vöru- sýningu. Vegna þess hversu góðar viðtökur ráðstefnan fékk hafa Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fiskeldisklasi Vestfjarða í hyggju að endurtaka slíkan við- burð með reglulegum hætti á komandi árum. Erindi á ráðstefnunni má nálg- ast á vef Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða; www.atvest.is Patreksfjörður: Fjölmenn ráðstefna haldin um fiskeldi fyrir skömmu. Myndir / MÓH Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnar- lax, og Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnu þróunarfélags Vestfjarða, skrifuðu undir samning vegna laxabitaframleiðslu Arnarlax á Bíldudal. Krist ín Harðardótt ir, þroskaþjálfi og textílkennari, hefur nú gefið út sjöttu prjónabókina sína, Prjónadagar 2014, sem er lítil bók með dagatali og tólf uppskriftum, einni fyrir hvern mánuð. Áður hefur hún gefið út sams konar dagatöl fyrir árin 2010 og 2011. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og flestar eru auðveldar. Bókin inniheldur tíu prjónauppskriftir og tvær hekluppskriftir, en Kristín hannar allt frá grunni. Prjónadagar 2014 komnir út Bækur Kristín með nöfnu sína og barnabarn að prjó- na klukkuna, skok- kinn sem er á forsíðu prjóna dagatalsins 2014. Fyrirmyndin að þeirri uppskrift er tæp lega 80 ára dúkku- klukka sem langamma Kristínar og nafna, Kristín Guðmunds- dóttir, prjónaði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.