Læknablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 13
LÆKNABLADIÐ
GEFEÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG
LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: ÓLAFUR BJARNASON. Meðritstjórar: JÚLÍUS
SIGURJÓNSSON (L. f.) og ÓLAFUR GEIRSSON (L. R.)
42. árg. Reykjavík 1958 2. tbl. ZZZZZZZZZZZZ
Polimyelitls anterior acnta á Islandi
árið 1955 ‘)
ed. ÓÁ ar p. póÁ
'arion.
Poliomyelitis farsóttin, sem
gekk hér á landi haustið 1955
vakti mikla athygli, eins og
vænta mátti, fyrst og fremst
vegna þess, hve geyst hún fór
af stað, og eins vegna þess að
erlendir sérfræSingar komu á
vettvang til þess aS gefa leið-
beiningar um meðferðina.
I þessu erindi ætla ég að tak-
marka frásögn mína við tvennt.
Pyrst verður gefið heildaryfirlit
uni þá sjúklinga, sem voru vist-
aðir á Farsóttadeild Reykja-
vikur, en að því loknu verður
minnzt á nokkur atriði úr
bráðabirgðaskýrslu landlæknis
llm farsóttina, sem liafa bæði
kliniska og tölfræðilega þýð-
ingu.
Flestir þeirra sjúklinga, sem
voru vistaðir á Farsóttadeild-
ína, voru frá Reykjavík og ná-
*) Erindi flutt á fundi í Lækna-
felagi Reykjavíkur í jan. 1957.
grenni, en það telst hér Kópa-
vogskaupstaður, Seltjarnarnes-
lireppur, Hafnarfjörður og Mos-
fellshreppur. Árið 1955 var í-
búatala alls svæðisins 75129. —
Farsóttin byrjaði í Reykjavík í
síðustu viku september og var
lokið þar og i nágrenninu um
miðjan desember. Á þessu tíma-
bili komu á skýrslur heilbrigð-
isyfirvaldanna af þessu svæði
alls 421 poliomyelitis sjúkling-
ar, 68 lamaðir, en 353 án lam-
ana. Á deildina komu alls 96
sjúldingar. Fjörutíu og fjór-
ir frá Reykjavík og nágrenni
höfðu poliomyelitis, 33 þeirra
voru lamaðir, en 11 voru
án lamana. Annars staðar
af landinu komu 11 sjúklingar,
allir lamaðir, 2 þeirra í byrjun
sjúkdómsins, en 9 með afleið-
ingar hans. Af þessum 96 sjúk-
lingum höfðu 55 poliomyelitis,
en hinir ýmsa aðra sjúkdóma.