Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 12
130 LÆKNABLAÐIÐ Ilálfrai* aldar afmæli Læknafélags llevkjavákur Þróun félagsmála hér á landi liefur skipazt á skömmum tíma og fá eru þau stéttarfélög, sem náð hafa 50 ára aldri eða meir. Læknafélag Reykjavík- ur, elzta félag íslenzkra lækna, og næst elzta félag akadem- iskra borgara á landinu, var stofnað af níu læknum 18. okt. árið 1909. Þann dag komn til fundar á Hótel ísland átta læknar, en niundi stofnandinn próf. Guðmundur Magnússon, sem hoðað hafði til fundarins, var fjarverandi. Á þessum fundi voru félagslög sam- þykkt, en þau voru aðeins í tveim greinum, og tveir menn kosnir í stjórn, Guðmundur Magnússon, formaður og Guð- mundur Hannesson meðstjórn- andi. — Aðrir stofnendur voru: Guðmundur Björnsson, Jón Rósinkranz, Júlíus Halldórs- son, Matthias Einarsson, Sig- urður Magnússon, Sæmundur biskup, eiga ágætlega við um Magnús Pétursson: „Hans slcal ek í livert sinn at góðu geta, þá er ek heyri góðs manns get- it.“ Páll Sigurðsson. Bjarnhéðinsson og Þórður Thoroddsen. Árið 1898, 29. júlí, stofnuðu átta læknar „Félag íslenzkra lækna“. Félagslög voru samin og samþykkt og stjórn kosin, en starfsemi komst ekki á neinn rekspöl og fleiri fundir voru ekki haldnir. Má því telja að þelta félag hafi aðeins verið nafnið eitt. Þannig liöfðu hinir framsýn- ustu læknar lengi séð að nauð- syn var að mynda félagsskap lækna til þess að setja þeim ákveðnar reglur um samskipti í starfi, gera þeim kleift að liafa sameiginleg áhrif á gang almennra heilbrigðismála, efla gagnkvæma fræðslu og koma fram sem samningsaðili fyrir þeirra hönd. Það var einkum Jielta síðastnefnda atriði, sem hratt félagsstofnuninni af stað. Sj úkrasamlag Revkj avíkur hafði verið stofnað árið 1909, og var J:>að fyrsta almenna sjúkrasamlagið hér á landi. Áður liafði starfað í Reykjavik Sjúkrasamlag prentara, það var mjög fámennt, enda ein- göngu ætlað prenturum og fjölskyldum þeirra. Sj úkrasamlag Reykj avíkur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.