Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1959, Síða 13

Læknablaðið - 01.12.1959, Síða 13
L Æ K N A B L A Ð IÐ 131 gat að sjálfsögðu ekki hafið starfsemi fyrr en gengið liafði verið frá samningum við lækna, um þjónustu fyrir sam- lagsfólk. Litlar líkur voru fyrir því að slíkt gæti tekizt nema læknar hefðu lieildarsamtök, sem annast gætu slíka samn- inga. Þannig varð það fvrsta verkefni félagsins, að semja við Sjúkrasamlag Reykjavíkur, og hafa slíkar samningagerðir löngum verið drjúgur þáttur í starfi þess. Allir stofnendur L. R. eru nú látnir. Eini núlifandi lækn- irinn, sem tekið hefur þátt í félagsstarfinu frá byrjun, að stofnfundi undanskildum, er Ólafur Þorsteinssion. Hann gelck í félagið á öðrum fundi þess, 4. febr. 1911; var formað- ur félagsins árin 1924—’26 og kjörinn heiðursfélagi 1957. Af ýmsum ástæðum var ekki efnt til hátíðahalda á 50 ára afmælisdegi félagsins 18. okt. ’59. En 6. nóv. átti stjórn fé- lagsins fund með blaðamönn- um og skýrði þeim frá helztu þáttum í starfi félagsins. Fyr- irhugað er að afmælislióf skuli lialdið 27. febr. næstk. Einnig er i ráði að rituð verði í Lækna- blaðið all-ýlarleg afmælisgrein um félagið og starfsemi þess. Sú saga, sem hér liefur gerzt, er vel þess virði, að hún sé færð í letur og vernduð frá glevmsku, þvi hún getur áreið- anlega gefið skemmtilegar og liagnýtar upplýsingar um mörg viðfangsefni, sem félagið liefur sýslað um t. d. fræðslustörf, út- gáfustörf, afskipti af heilbrigð- ismálum, sjúkrahúsmálum og tryggingamá 1 um, vinnuskil- yrði, verkaskiptingu og vinnu- tíma lækna, efnahagsafkomu samanborið við aðrar stéttir, kjarabaráttu og samninga- gerðir, bollaleggingar um hyggingu læknahúss, og margt fleira mætti nefna. Þessi saga félagsins mvndi lýsa upphafinu að félagsmála- þróun íslenzkrar læknastéttar, og verða mörgum til ánægju og fróðleiks, en til ómetanlegs gagns fyrir alla þá, sem glíma við framtíðarlausn á hinum margvíslegu vandamálum varðandi læknisþjónustuna í landinu. Stjórn L. R. -------•------- Nýir dócentar í læknadeild Hl Nýir dócentar. Eftirtaldir læknar hafa verið skipaðir dócentar í lækna- deild Háskóla íslands frá 15. sept. 1959 að telja: Dr. med. Friðrik Einarsson, Haukur Kristjánsson, Kristbjörn Tryggvason, Kristján Sveinsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Ólafsson og Tlieodór Skúlason.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.