Læknablaðið - 01.08.1967, Síða 24
130
is á Vífilsstöðum, og sátu þeir þrír frændur samtímis í lækna-
deild.
Óskar settist í 1. bekk Menntaskólans haustið 1908, tók stú-
dentspróf 1914 og kandídatspróf í febrúar 1920, dvaldist svo um
nokkurn tíma við framhaldsnám erlendis og settist síðan að sem
starfandi læknir á Eyrarbakka 1921. Um þetta leyti liafði hann
fengið magasár og verið skorinn upp við því — gerð gastroenter-
ostomia að þeirra tíma sið, — en án viðhlítandi árangurs, svo að
sjúkdómur þcssi fylgdi honum til dauðadags. Skipaður var hann
héraðslæknir í Grímsneshéraði 1922 og sat í Laugarási, en þoldi
ekki ferðalög á hestbaki i því stóra héraði; fékk því veitingu fyrir
Flateyrarhéraði 1925, en varð að fá að fullu lausn frá héraðs-
læknisstörfum 1936. Dvaldist hann ])á um skeið í Englandi við
framhaldsnám í lungnasjúkdómum og varð að því afstöðnu deild-
arlæknir á Vífilsstöðum og síðar yfirlæknir við berklahælið í
Hveragerði og Kópavogi, unz þau voru lögð niður 1938 og 1940.
Fluttist hann þá til Reykjavíkur og sinnti lítt eða ekki læknis-
störfum eftir það.
Á Flateyri keypti Óskar sér allstórt íbúðarhús og rak einnig
í því sjúkraskýli, en jafnframt gaf hann sig mjög að málum ön-
firðinga og varð þar mestráðand'i sem oddviti sveitarstjórnar,
sýslunefndarmaður, skattanefndarmaður og formaður sparisjóðs-
ins. Honum var mjög sýnt um fjársýslu, enda af góðum búmönn-
um í báðar ættir, og kom önfirðingum þar vel að bafa svo hygg-
inn forystumann á kreppuárunum miklu eftir 1930.
Eftir að til Reykjavíkur kom, var Óskar um hríð í stjórn
Læknafélags Islands og þá gjaldkeri ])ess. Hann var sæmdur ridd-
arakrossi Fálkaorðunnar fyrir opinber störf sín.
Óskar kom sér upp stóru og verðmætu safni íslenzkra bóka
og fékkst nokkuð við fræðistörf á efri árum. Auk ýmissa grrína
í Læknablaðinu og víðar, liggja fyrir frá hans hendi tvö sjálfstæð
rit: Aldarfar og örnefni í önundarfirði, Reykjavík 1951, og Stað-
arbræður og Skarðssystur, Reykjavík 1953. Eittbvað mun liann
og hafa átt í handritum af líku tagi og ekki að öllu leyti frá-
gengið.
Óskar kvæntist 10. september 1921 Guðrúnu Snæhjörnsdótt-
ur, systur Rjarna læknis í Hafnarfirði. Þau slitu samvistum 1939
og liafði ekki orðið barna auðið. Síðari konu sinni, JóhönnuMagn-
úsdóttur, lyfsala í Iðunnar-apóteki. kvæntist hann 1939, og eign-
uðust þau eina dóttur, Þóru Camillu, sem gift er Ara Ólafssyni
verkfræðingi.