Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1967, Page 25

Læknablaðið - 01.08.1967, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 131 Við Óskar heitinn gengum samtímis i 1. bekk Menntaskólans og urðum kandídatar sama ár, svo að leið okkar lá að miklu leyti saman á námsárunum, þótt vík væri lengi milli vina, er út í læknisstarfið kom. óskar taldi sér heiður að því að vera bróðursonur Eyjólfs „Landshöfðingja“ i Hvammi, sem var einræðisherra í sinni sveit i um það bil hálfa öld, og kvaðst vilja líkjast honum. Munu þeir og hafa verið skaplíkir nokkuð, því að Óskar var ómyrkur í máli, ráðrikur og harðgerður. Varð honum og þörf hörku nokkurrar, því að síðari ár ævi sinnar var hann langtímum svo vanheill, að hann gat lítt eða ekki fylgt fötum, og sárþjáður síðustu mánuð- ina. Helfregn hans kom því ekki á óvart og varð vinum hans l'rekar huggun en harmsefni. P. V. G. Kolka.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.