Læknablaðið - 01.08.1967, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ
153
Með þessari könnun er ætlun-
in að komast að raun um, við
hver skilyrði héraðslæknar
Vinna, hvernig búið er að þeim
og hverra úrbóta er þörf, til
þess að hægt verði í framtíð-
inni að tryggja viðhlítandi
læknisþjónustu í dreifbýlinu.
Miklar umræður hafa und-
anfarið verið um saméiningu
héraða og stofnun læknamið-
stöðva. Hefur flestum, sem um
málið liafa ritað, komið saman
um, að lausnin á læknaskorti
dreifbýlisins sé í því fólgin að
færa læknana saman og búa
þéim starfsskilyrði sambærileg
kröfum nútíma-heilbrigðisþjón-
ustu.
Einn þáttur könnunarinnar
verður að komast að því, hvar
og bvernig megi sameina héruð
og hver sé afstaða héraðslækn-
anna til slíkra breytinga.
Mun á þennan hátt fást nokk-
ur mynd af vandamálum lækn-
isþjónustunnar i dreifbýl'inu og
undirstaða að samræmdum að-
gerðum og áætlunargerð á því
sviði.
RAÐSTEFNA UM HEIL-
BRIGÐISMÁL
A nýafstöðnum aðalfundi L.
í. kom fram tillaga um, að L.l.
beitti sér fyrir því, að haldin
yrði ráðstefna um heilbrigðis-
mál i samvinnu við heilbrigðis-
yfirvöld og ýmsa aðra aðila, er
þau mál varða. Þegar er hafinn
undirbúningur að ráðstefnu
þessari, og er ætlunin, að hún
verði haldin fyrri bluta vetrar
(í nóvember nk.).
Eitt af þeim málum, sem
blýtur að bera b.átt á slíkri ráð-
stefnu, eru vandkvæði læknis-
þjónustunnar í dreifbýlinu, og
er sú upplýsingasöfnun, sem
nú þegar er hafin um starfs-
aðstöðu héraðslækna, mikil-
vægur grundvöllur fyrir um-
ræður og ályktanir um þau
mál. Er því þess að vænta, að
héraðslæknar bregðist fljótt og
vel við afgreiðslu þessa máls og
greiði götu erindreka L.I. í öll-
um atriðum, sem mest má
verða.