Læknablaðið - 01.08.1967, Side 56
154
LÆKNABLAÐIÐ
Ólafur Ólafsson:
FARALDSFRÆÐI OG ALMENNAR
HÓPRANNSÓKNIR
Á HEILBRIGÐI MANNA
(Epidemiology and General Health Surveys)*
Inngangur
Hóprannsókn er rannsókn á öllum einstaklingum eða sýnis-
horni ákveðins hóps. Með sýnishorni (random sample) er átt við
einstaklinga valda af hendingu úr ákveðnum hópi, þannig að
allir einstaklingar hópsins hafi jafna möguleika að vera með í
rannsókninni og þess vegna hægt að draga tölfræðilegar álykt-
anir um allan hópinn. Sem dæmi um slíkar rannsóknir eru al-
mennar hóprannsóknir á heilsufari manna, sem tíðkazt hafa hin
síðari ár. 10 Þessar rannsóknir ná til allra í hópnum, bæði heil-
brigðra og sjúkra, fullvinnufærra manna og öryrkja, og beinas"
aðallega að langvinnum, ósmitnæmum faraldssjúkdómum.
Gildi þessara rannsókna byggist að miklu leyti á því, að sem
flestir í þeim hópi, er rannsaka skal, komi til skoðunar.
Fyrsta almenna hóprannsóknin var gerð í Bandaríkjum
Norður-Ameríku 1947.° Eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
in (W. H. 0.) tók upp þessar rannsóknir þegar eftir 1950, hafa
þær farið mjög í vöxt og eru orðnar föst grein heilbrigðismála
margra þjóða, einkum í Norður-Ameríku og Evrópu.
I tilefni þess, að Hjartavernd, félag leikra og lærðra, sem
hafa áhuga á hjarta- og æðavarnarmálum hér á landi, hefur
ákveðið að framkvæma slíka rannsókn hér, ætla ég að gera
nokkra grein fyrir markmiði og framkvæmd sli'kra rannsókna.
Markmið
Aðalmarkmið faraldsfræði (epidemiology)** og almennra
hóprannsókna á heilsufari eru eftirfarandi:
1) Leit að sjúkdómum og forstigum þeirra.
2) Leit að orsökum sjúkdóma.
* Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar.
** Þýðing Vilmundar Jónssonar.