Læknablaðið - 01.08.1967, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ
159
Heilsuvernd og- lækning sjúkdóma
Hóprannsóknir hafa, eins og áður er greint frá, einkum
beinzt að langvinnum sjúkdómum. Helztir þessara sjúkdóma
eru: 10
Mb. cord. art. coron.
Hypertensio art.
Diabetes mellitus
Anæmia
Bacteruria
Pyelonephritis
Glaucoma simplex
Pneumoconiosis
Arthritis rheumatoides
Tuberculosis
Cancer, t. d. Ca. colli uteri
Deformitaes eongenitae
(420.00—422.00)
(440.99—447.99)
(260.09)
(291.10—293.99)
(789.20)
(600.01)
(387.01)
(523.00—524.99)
(722.00)
(001.99—008.99)
(171.00—171.01)
(745.00—754.79)
Hver er svo árangurinn af þessum rannsóknum?
Hvað snertir kransæðasjúkdóm, er ljóst, að við mikið vanda-
mál er að etja. Sannast það bezt á öllum þeim aragrúa tillagna
um orsakir og lækningu þessa sjúkdóms, sem birzt hafa hin síð-
ari ár.
Þess vegna er ánægjulegt, að nokkuð hefur þetta vandamál
skýrzt hin síðari árin. Við vitum t. d., að offita á ákveðnum aldri
og miklar vindlingareykingar auka mjög á líkur fyrir þessum
sjúkdómi. Margt bendir til þess, að svo sé farið með fleiri þætti,
t. d. háþrýsting og sykursýki.
Mikið hefur verið rætt um ofmagn fitu í blóði, sem sennilegt
hættumerki (high risk factor), og sannað er, að dauðsföll af völd-
um kransæðasjúkdóma eru óvenjutíð meðal fólks með erfð'a-
bundna hækkun fitu í blóði. Ekki er sannað, að sama gildi um
aðra, sem hafa ekki erfðabundna hækkun fitu í blóði, og ekki er
vitað, hvort lækkun á kólesterol í blóði hafi í för með sér fækk-
un dauðsfalla af völdum þessa sjúkdóms. Trúlega fæst þó svar
við þeirri spurningu fljótlega. 9
Nánari athugun á þýðingu ofannefndra „hættumerkja" er
talin skipta miklu máli, enda hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin stutt og stuðlað að rannsóknum um þetta víða í Evrópu og
m. a. á Islandi (sjá seinni grein).12 Mikilvægt er að hafa í huga,