Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1967, Side 66

Læknablaðið - 01.08.1967, Side 66
160 LÆKNABLAÐIÐ að jákvæð fylgni (positive correlation) kransæðasjúkdóma og ýmissa „hættumerkja" þarf ekki að vera hið sama og orsaka- samband (causal correlation). lllkynjaðan háþrýsting er hægt að bæta að nokkru leyti og auðvelt að lækka blóðþrýsting, en rétt er að fara með gát, og nauðsynlegt er að þekkja dreifingu blóðþrýstings hjá ýmsum hópum almennings, bæði þeim, sem eru sjúkir, og eins hinum, sem eru heilbrigðir, áður en meðferð er ráðin. Lækkun blóðþrýst- ings niður fyrir ákveðin mörk bætir ekki alltaf horfur. Margir telja, að sykursýki megi stöðva á byrjunarstigi. Ekki veit ég, hvort þetta er að öllu ieyti rétt, en almennar hóp- rannsóknir geta veitt svar við þessari spurningu. öruggar heimildir eru um það, að koma má í veg fyrir ífar- andi leghálskrabbamein og berkla. Barátta er hafin hér á landi gegn leghálskrabbameini, 13 og ef að líkum lætur, mun hún reyn- ast árangursrík. Óþarfi er að kynna nánar árangursríkar berklavarnir hér á landi.13 Auðvelt er að hindra áframhaldandi þróun t. d. gláku, en talið er, að um 2% af íslenzku þjóðinni, yfir 40 ára aldri, hafi óþekkta byrjandi gláku.1 Unnt er að lækna blóðleysi, sýkla í þvagi og offitu. Annað mál er, hvort fólk fer að læknisráði. Eftirrannsóknir (follow-up studies) leiða í ljós, að um 7% af því fólki, sem fær heilsuráð, fer ekki eftir þeim, en 20% fer ekki til nánari athugunar, þótt því sé ráðlagt að gera það.14 Hverju máli skiptir uppgötvun sjúkdómsins einstaklinginn og þjóðfélagið? Þrátt fyrir nær 20 ára rannsóknarstarf liggja ekki fyrir samhljóða niðurstöður um árangur þess. Meginorsökin er sú, að lítið hefur verið um framhaldsrannsóknir og því erfitt að draga gildar ályktanir um mikilvægi rannsóknarinnar fyrir einstakl- inginn og þjóðfélagið. Skylt er þó að geta þeirra rannsókna, þar sem tilraun hefur verið gerð til raunhæfs mats á þessum atriðum. Á síðustu norrænu ráðstefnunni um félagsmála-læknisfræði (social-medicin), sem haldin var í Gautaborg í júní 1967, var skýrt frá niðurstöðum almennrar hóprannsóknar og framhalds- rannsóknar, sem hefur farið fram í Eskilstuna í Svíþjóð síðan 1964.3 Markmið rannsóknanna var m. a. að athuga: a) almenna sjúkdómstíðni í þjóðfélaginu,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.