Læknablaðið - 01.08.1967, Síða 70
164
LÆKNABLAÐIÐ
Stjórn Hjúkrunarfélags íslands liefur að
gefnu tilefni óskað eftir Jjví, að eftirfar-
andi tilkynning yrði birt í Læknablaðinu.
TÍLKYNNING FRÁ FRÆÐSLU-
MÁLANEFND
HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Reykjavík, 26/5 1967.
Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á þeim ákvæðum hjúkr-
unarlaganna (lög nr. 42/1965), sem fjalla um lögverndun hjúkrunar-
heitisins og hjúkrunarstarfsins. Þar segir:
1. gr.
Rétt til að kalla sig hjúkrunarkonur hafa þær konur einar hér á
landi, sem stundað hafa nám tilskilinn tíma í Hjúkrunarskóla íslands
eða öðrum viðurkenndum hjúkrunarskóla hér á landi og að loknu prófi
eru taldar hæfar til hjúkrunarstarfa.
Ráðherra getur og veitt öðrum hjúkrunarkonum leyfi til hjúkrun-
arstarfa, ef þær hafa lokið jafngildu námi og eru að öðru leyti hæfar
til starfsins að dómi skólastjóra Hjúkrunarskóla íslands og landlæknis.
2. gr.
Ekki má ráða aðrar konur en þær, sem eru fullgildar hjúkrunar-
konur samkvæmt 1. gr., til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa við sjúkrahús-
sjúkraskýli, elliheimili, barnaheimili, að heilsuverndarstörfum og' við
hjúkrun í heimahúsum, né til starfa að öðrum tilsvarandi almennum
hjúkrunarstörfum.
Ráðherra getur veitt undanþágu frá ákvæðum þessum, þegar sér-
stakar ástæður eru fyrir hendi.
7. gr.
Ákvæði 1. til 6. gr. taka einnig til karla, sem Ijúka hjúkrunarnámi
og hafa rétt til að kalla sig hjúkrunarmenn,
10. gr.
Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim
varða sektum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.