Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 23

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆ K NAF É LAG I ÍSLANDS O G LÆ KNAFÉLAG! REYKJAVÍKUR Aðalrifsf jóri: Ólafur Jensson. Meðrifsf jórar: Magnús Ólafsson og Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Asmundur Brekkan og Sigurður Þ. Guðmundsson (L.R.) 54. ÁRG. REYKJAVÍK, FEBRÚAR 1968 1. HEFTI ÓLAFUR BJÖRNSSON HÉRAÐSLÆKNIR. lUIMIMIIMGARORÐ Ólafur Björnsson, héraðslæknir á Hellu, andaðist í Landspítalan- um 19. janúar sl. Hann hafði veikzt snögglega nokkrum dögum fyrr af kransæðasjúkdómi og var talinn á batavegi, er honum versn- aði snögglega, og hann dó, án þess að lækningu yrði við komið. Þann- ig hafði sá sjúkdómur, sem sam- kvæmt skýrslum leggur flesta landsmenn að velli, enn einu sinni haft betur og læknislistin orðið að lúta í lægra haldi. Ólafur var fæddur 14. nóvem- ber 1915 á Kirkjubóli í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Björn Hermann Jónsson skólastjóri og Jónína Þórhallsdótt- ir kennari. Ólafur ólst upp í foreldrahúsum, fyrst í Vestmannaeyjum, en síðar á Isafirði, þar sem faðir hans var lengst af skólastjóri. Ólafur stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1988. Ekki mun hugur hans á þeim árum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.